Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 118
RITDÚMAR
fimm á virkum, laga til og skrapa uppí
slipp á fastakaupi, kvöld og helgar alveg
frí og bjórinn, barirnir og kellingarnar“
(Flýja land, 144). Til að undirstrika þetta
millibilsástand og rótfesta bókina í
sagnahefðinni finnur Einar þáttum sín-
um stökkpall í orðum Ólafs Kárasonar
ljósvíkings: „Ég er búinn að gleyma af
hvaða ástæðum ég orti áður, sagði skáld-
ið þegar eldurinn var farinn að loga. Ég
er að skrifa þætti um Einkennilega
Menn“. Ekki verður sagt um Einar Kára-
son að hann sé búinn að gleyma af hvaða
ástæðum hann „orti áður“ þótt athafna-
æðinu sé lokið; eins og fyrr segir kemur
hér ekkert á óvart séu sögurnar skoðaðar
í ljósi fyrri verka hans. En að loknum
lestri situr lesandinn uppi með spurn-
inguna sem örn Úlfar lagði fyrir ljósvík-
inginn: „Hvað eru einkennilegir menn?“
Ólafur Kárason svaraði þeirri spurningu
í anda Kristsgervingsins þannig að hann
vorkenndi þeim og sæi í þeim mannkyn-
ið. Einar Kárason svarar spurningunni
því miður ekki í þessari bók öðruvísi en
svona: „Tveimur vikum eftir að hann
kom í bæinn var hann búinn að eyði-
leggja móralinn í hópnum og gera flest-
um vistina óþolandi. Hann var lyginn og
þjófóttur, vælinn, sérhlífinn, falskur og
ofbeldisgjarn. Hann sat um að spilla fyrir
fólki, níddist á þeim sem minna máttu
sín, barði konur, sleikti sig upp við verk-
stjórana, kom af stað allskyns upplogn-
um sögum og var þar að auki sóði af
dálítið sjúklegri tegund; skeindi sig í
handklæði og gluggatjöld“ (13). Ég get
ekki neitað því að ég hefði viljað sjá
kræsilegra svar og frumlegri persónu-
sköpun í bók eftir höfund sem helgað
hefur höfundarverk sitt undirmálsfólki,
athafnasjúklingum og heimskra manna
ráðum, reyndar oft á tíðum með ágætum
árangri.
Á hinn bóginn má ef til vill hæla Ein-
ari fyrir það að falla ekki í þá gryfju að
gera persónur sínar að handhöfúm mik-
illa sanninda og það má líka segja að það
sé kostur þessara þátta að þeir þykjast
ekki vera neitt annað en þeir eru; munn-
mælasögur sem virka ef til vill á þriðja
glasi í Norræna húsinu en eiga ekki, frek-
ar en mýgrútur íslenskra kímnisagna,
mikið erindi á bók. Að vissu leyti fjalla
þeir um „fallna“ einstaklinga en þó nær
sú skilgreining ekki langt; þarna eru
„glötuðustu synir þjóðarinnar“ innan
um „siðmenntað fólk“ og brjóstum-
kennanlega konu frá Hornströndum
sem helgar ævi sína helsjúkri yfirstéttar-
frú (Enginn héraðsbrestur). En þarna
eru líka afvegaleiddir synir sem strax á
barnsaldri verða til „vandræða með
fylliríum, innbrotum og spellvirkjum“
(Siðmenntað fólk, 179), óreglumenn og
óhófsseggir á borð við rækjusjúklinginn,
hópur „vangefinna og þroskaheftra frá
einhverju heimili eða sambýli uppá
fastalandinu“ (Knut Hamsun í Vest-
mannaeyjum, 57). Þættirnir ná hins veg-
ar sjaldnast að sýna óvæntar hliðar á
þessum persónum; sumar þeirra, til
dæmis Gústi í Hruna, eru ekki annað en
tilbrigði við gamla dægurlagatexta. Þær
verða sjaldan heillandi í skringileik sín-
um, enda rugla skipsmennirnir í Vest-
mannaeyjum þeim saman við höfund-
inn sjálfan og þá „penu bókmennta-
menn“ sem þar eru í fylgd með honum.
Ástæðan er sú að sögumaðurinn sýnir
aldrei á þeim fleiri en eina hlið kórmynd-
arinnar; hann smellir af og lætur gott
heita í stað þess að vinna úr söguefninu
og breyta því í texta. Þættirnir eru enn á
stigi hinnar munnlegu frásagnar; tungu-
mál þeirra er oft á tíðum svo lítilfjörlegt
að maður tekur varla eftir því að þeir hafi
verið færðir til bókar og óskar þess jafn-
vel á stundum að til þess hefði aldrei
komið.
Það var rökrétt hjá Halldóri Laxness
að láta Kristsgervinginn Ólaf Kárason
eyða sínum litlu kröftum í það að skrifa
um einkennilega menn; einkennilegir
menn eru kristið fyrirbæri; þeir leysa af
hólmi jarteinasögur dýrlinga og í þeim
brýst einstaklingshyggjan út, hvort sem
við horfum til heilags Þorláks á 12. öld
116
TMM 1997:3