Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 118
RITDÚMAR fimm á virkum, laga til og skrapa uppí slipp á fastakaupi, kvöld og helgar alveg frí og bjórinn, barirnir og kellingarnar“ (Flýja land, 144). Til að undirstrika þetta millibilsástand og rótfesta bókina í sagnahefðinni finnur Einar þáttum sín- um stökkpall í orðum Ólafs Kárasonar ljósvíkings: „Ég er búinn að gleyma af hvaða ástæðum ég orti áður, sagði skáld- ið þegar eldurinn var farinn að loga. Ég er að skrifa þætti um Einkennilega Menn“. Ekki verður sagt um Einar Kára- son að hann sé búinn að gleyma af hvaða ástæðum hann „orti áður“ þótt athafna- æðinu sé lokið; eins og fyrr segir kemur hér ekkert á óvart séu sögurnar skoðaðar í ljósi fyrri verka hans. En að loknum lestri situr lesandinn uppi með spurn- inguna sem örn Úlfar lagði fyrir ljósvík- inginn: „Hvað eru einkennilegir menn?“ Ólafur Kárason svaraði þeirri spurningu í anda Kristsgervingsins þannig að hann vorkenndi þeim og sæi í þeim mannkyn- ið. Einar Kárason svarar spurningunni því miður ekki í þessari bók öðruvísi en svona: „Tveimur vikum eftir að hann kom í bæinn var hann búinn að eyði- leggja móralinn í hópnum og gera flest- um vistina óþolandi. Hann var lyginn og þjófóttur, vælinn, sérhlífinn, falskur og ofbeldisgjarn. Hann sat um að spilla fyrir fólki, níddist á þeim sem minna máttu sín, barði konur, sleikti sig upp við verk- stjórana, kom af stað allskyns upplogn- um sögum og var þar að auki sóði af dálítið sjúklegri tegund; skeindi sig í handklæði og gluggatjöld“ (13). Ég get ekki neitað því að ég hefði viljað sjá kræsilegra svar og frumlegri persónu- sköpun í bók eftir höfund sem helgað hefur höfundarverk sitt undirmálsfólki, athafnasjúklingum og heimskra manna ráðum, reyndar oft á tíðum með ágætum árangri. Á hinn bóginn má ef til vill hæla Ein- ari fyrir það að falla ekki í þá gryfju að gera persónur sínar að handhöfúm mik- illa sanninda og það má líka segja að það sé kostur þessara þátta að þeir þykjast ekki vera neitt annað en þeir eru; munn- mælasögur sem virka ef til vill á þriðja glasi í Norræna húsinu en eiga ekki, frek- ar en mýgrútur íslenskra kímnisagna, mikið erindi á bók. Að vissu leyti fjalla þeir um „fallna“ einstaklinga en þó nær sú skilgreining ekki langt; þarna eru „glötuðustu synir þjóðarinnar“ innan um „siðmenntað fólk“ og brjóstum- kennanlega konu frá Hornströndum sem helgar ævi sína helsjúkri yfirstéttar- frú (Enginn héraðsbrestur). En þarna eru líka afvegaleiddir synir sem strax á barnsaldri verða til „vandræða með fylliríum, innbrotum og spellvirkjum“ (Siðmenntað fólk, 179), óreglumenn og óhófsseggir á borð við rækjusjúklinginn, hópur „vangefinna og þroskaheftra frá einhverju heimili eða sambýli uppá fastalandinu“ (Knut Hamsun í Vest- mannaeyjum, 57). Þættirnir ná hins veg- ar sjaldnast að sýna óvæntar hliðar á þessum persónum; sumar þeirra, til dæmis Gústi í Hruna, eru ekki annað en tilbrigði við gamla dægurlagatexta. Þær verða sjaldan heillandi í skringileik sín- um, enda rugla skipsmennirnir í Vest- mannaeyjum þeim saman við höfund- inn sjálfan og þá „penu bókmennta- menn“ sem þar eru í fylgd með honum. Ástæðan er sú að sögumaðurinn sýnir aldrei á þeim fleiri en eina hlið kórmynd- arinnar; hann smellir af og lætur gott heita í stað þess að vinna úr söguefninu og breyta því í texta. Þættirnir eru enn á stigi hinnar munnlegu frásagnar; tungu- mál þeirra er oft á tíðum svo lítilfjörlegt að maður tekur varla eftir því að þeir hafi verið færðir til bókar og óskar þess jafn- vel á stundum að til þess hefði aldrei komið. Það var rökrétt hjá Halldóri Laxness að láta Kristsgervinginn Ólaf Kárason eyða sínum litlu kröftum í það að skrifa um einkennilega menn; einkennilegir menn eru kristið fyrirbæri; þeir leysa af hólmi jarteinasögur dýrlinga og í þeim brýst einstaklingshyggjan út, hvort sem við horfum til heilags Þorláks á 12. öld 116 TMM 1997:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.