Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 46
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR bæði yfir sjálfum sér og öðrum. Nietzsche telur leit eftir sannleika sann- leikans þess vegna vera tálsýn. Leitin að sannleika er ávallt drifin áfram af hagsmunum og notagildi. Þar með telur Nietzsche sig ekki einasta hafa fundið orsök sannleiksviljans, heldur afhjúpað „gildi“ hans: „Við spurðum um gildi þessa vilja. Ef við gerum ráð fyrir að við séum á höttunum eftir sannleika; hvers vegna skyldum við ekkifrekar vilja hið ósanna?"16 Eftir að hafa innlimað sannleiksviljann inn í viljann til valds finnur Nietzsche fyrri kenningu sinni um lygaviljann sem upphafsstöð allra sannleiksyrðinga nýjan grundvöll. Eini mælikvarði á sannleiksgildi er vilji til valds eða réttara sagt það sem eykur brautargengi eða valdstilfinningu viðkomandi. Sannleikskenning Nietzsches er iðulega skilgreind sem „sjónarhorns- hyggja“. Fullyrðingar eru samkvæmt þessari kenningu ekki annað en tjáning á vissri sýn sem fæst á tilveruna út frá ákveðnu sjónarhorni. Sjónarhornið er aftur á móti skilyrt af þörf einstaklinga, hópa eða ákveðinna afla til að gera eigin sýn og þar með eigin hagsmuni og þar af leiðandi eigin túlkun gildandi eða ráðandi. Viljakenningin gerir enn frekar ráð fyrir að raunveruleikinn einkennist af baráttu mismunandi túlkana. Ef ein túlkun lýtur í lægra haldi fýrir annarri dregur úr mætti hennar, en sú sem nær yfirhöndinni eykur vald sitt. Hugtakið „vald“ er í þessu samhengi mjög vítt, enda veltur það á þörfum og hagsmunum einstaklinga eða hópa hvernig valdsaukning er skilgreind. Afstæðishyggjan sem aflausn frá öðrum sannleiksviðmiðum en viljanum til valds leiðir til er augljós. Nietzsche reyndi hvorki að stemma stigu við henni né leysa úr mótsögnunum sem hún veltir upp. Magnús Baldursson hefur bent á að Jurgen Habermas gagnrýni Nietzsche fyrir að aðgreina einungis tvær gerðir heimstengsla sem framkalli illleysanlegar mótsagnir í sannleikskenningu hans: Annars vegar þekkingartengsl, sem stjórnast af sanngildi setninga og dóma um heiminn, og hins vegar hagnýt tengsl, sem stjórnast af áhrifum og árangri athafna okkar í heiminum. Boðberum viljans til valds er sameiginlegt að reyna að umsnúa hinni hefðbundnu for- gangsröð milli þekkingar og vilja. Þessi tilraun er hins vegar dæmd til að mistakast vegna þess að það er augljóslega hvorki hægt að gera neinar athafnaáætlanir né meta árangur athafnanna nema með hlið- sjón af einhvers konar (gildis)viðmiðum. Af þessu ræður Habermas að viljinn til valds sé í raun og veru háður þeim viðmiðum sem hann afneitar.17 í framhaldi af því er hægur leikur að að afsanna sannleikskenningu Nietzsches með því að sýna fram á að hún nýtist betur viljanum sem heldur henni ffam. Nietzsche verst ekki slíkum mótbárum þar sem hann er full- 44 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.