Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 110
Ritdómar Ljósin heima Gyrðir Elíasson. lndíánasumar. Mál og menning 1996. 84 bls. Haustblíða Heitið Indíánasumar sækir Gyrðir Elías- son til upphafsorða í sjálfsævisögulegri skáldsögu Knuts Hamsuns, Under hoststjærnen (1906). Hann vitnar í sög- una á undan meginmáli bókar sinnar - og raðar orðum norska sagnameistarans upp í ljóðlínur að sínum hætti: „I eyjunni er lndian Summer og hiti - en sú blessuð blíða og hiti —“ (Eftir íslenskri þýðingu Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi, 1946). Línur sem næst fara á fyrstu síðu skáld- sögu Hamsuns gætu, að því er mér virð- ist, lýst ágætlega þeirri kennd sem höf- undur Indíánasumars tjáir í bók sinni: „Mörg ár eru liðin síðan ég hef notið slíkrar rósemi... kannski hefur það ver- ið í íyrra lífl. En einhvern tíma hlýt ég víst að hafa kennt þessarar rósemi áður, hugsa ég með mér, úr því að ég geng hér um . . . og kann vel við hvern stein og hvert strá og þau virðast líka kunna vel við mig. Við erum kunningjar.“ Hugur Gyrðis beinist að vísu allmjög, nú sem oft fýrr, í næturátt, en hugblær- inn í þessari nýju bók lýsir samt meiri vongleði en andinn í síðustu ljóðabók hans, Mold í Skuggadal, sem var afar drungalegur. I ljóðinu Lífgras finnur skáldið til að mynda, þar sem það heldur þó dauðahaldi um gras á gilbrún, gleðina vakna „af djúpsvefni“. Eitt meginyrkisefnið í hinni nýju bók er togstreita myrkurs og ljóss. Myrkrið ásækir og helstu varnarvopnin gegn sortanum eru lampar, luktir og vitar - og þau vopn duga vel til að bægja myrkrinu á braut. Þá lítur höfundur oft upp til himinhnatta, þeir eru honum til ffóunar sem birtugjafar, en gegna um leið því hlutverki að vera táknmyndir tímamæl- ingar. Ljóðin í Indíánasumri eru rúmlega sjötíu talsins. Þau eru stutt, háttlaus og óbundin, öll ort með sömu aðferð og skáldið hefúr beitt í síðustu ljóðabókum sínum, og vegna þess að aðferðin er í reynd fábrotin verður hljómur ljóðanna nokkuð eintóna. Gyrðir er „sjálfhverfur“ í skáldskap sínum, ljóð hans snúast velflest um ég hans, því eins og hann segir í ljóðinu Haustkvöld, er: Hver í sínum heimi - í Alheiminum í öðru ljóði (Einri) segir hins vegar, einnig í kjarnyrðastíl: Enginn er einn þótt hann sé einn 108 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.