Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 110
Ritdómar
Ljósin heima
Gyrðir Elíasson. lndíánasumar. Mál og
menning 1996. 84 bls.
Haustblíða
Heitið Indíánasumar sækir Gyrðir Elías-
son til upphafsorða í sjálfsævisögulegri
skáldsögu Knuts Hamsuns, Under
hoststjærnen (1906). Hann vitnar í sög-
una á undan meginmáli bókar sinnar -
og raðar orðum norska sagnameistarans
upp í ljóðlínur að sínum hætti:
„I eyjunni er lndian Summer
og hiti - en sú
blessuð blíða og
hiti —“
(Eftir íslenskri þýðingu Jóns Sigurðs-
sonar frá Kaldaðarnesi, 1946).
Línur sem næst fara á fyrstu síðu skáld-
sögu Hamsuns gætu, að því er mér virð-
ist, lýst ágætlega þeirri kennd sem höf-
undur Indíánasumars tjáir í bók sinni:
„Mörg ár eru liðin síðan ég hef notið
slíkrar rósemi... kannski hefur það ver-
ið í íyrra lífl. En einhvern tíma hlýt ég víst
að hafa kennt þessarar rósemi áður,
hugsa ég með mér, úr því að ég geng hér
um . . . og kann vel við hvern stein og
hvert strá og þau virðast líka kunna vel
við mig. Við erum kunningjar.“
Hugur Gyrðis beinist að vísu allmjög,
nú sem oft fýrr, í næturátt, en hugblær-
inn í þessari nýju bók lýsir samt meiri
vongleði en andinn í síðustu ljóðabók
hans, Mold í Skuggadal, sem var afar
drungalegur. I ljóðinu Lífgras finnur
skáldið til að mynda, þar sem það heldur
þó dauðahaldi um gras á gilbrún, gleðina
vakna „af djúpsvefni“.
Eitt meginyrkisefnið í hinni nýju bók
er togstreita myrkurs og ljóss. Myrkrið
ásækir og helstu varnarvopnin gegn
sortanum eru lampar, luktir og vitar - og
þau vopn duga vel til að bægja myrkrinu
á braut. Þá lítur höfundur oft upp til
himinhnatta, þeir eru honum til ffóunar
sem birtugjafar, en gegna um leið því
hlutverki að vera táknmyndir tímamæl-
ingar.
Ljóðin í Indíánasumri eru rúmlega
sjötíu talsins. Þau eru stutt, háttlaus og
óbundin, öll ort með sömu aðferð og
skáldið hefúr beitt í síðustu ljóðabókum
sínum, og vegna þess að aðferðin er í
reynd fábrotin verður hljómur ljóðanna
nokkuð eintóna.
Gyrðir er „sjálfhverfur“ í skáldskap
sínum, ljóð hans snúast velflest um ég
hans, því eins og hann segir í ljóðinu
Haustkvöld, er:
Hver í sínum
heimi -
í Alheiminum
í öðru ljóði (Einri) segir hins vegar,
einnig í kjarnyrðastíl:
Enginn er
einn þótt
hann sé
einn
108
TMM 1997:3