Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 75
DÆMISAGA AF SPÆNSKUM ÆTTUM lofts og vítt til veggja. Aðeins á einum stað voru lágar dyr sem stungu í stúf við aðrar og áttu þess vegna að vera öðrum lærdómsríkar. Aðalsmaðurinn var einn og hálfur á hæð, en dyrnar fimmtán sentimetrum lægri og lágu að álmunni þar sem vinnufólkið hélt til og þáði af örlæti hans. Aðalsmaðurinn bar höfuðið hátt hvert sem hann fór, í samræmi við hugmyndir hans, og reyndar annarra líka, um ósvikið stolt og föðurlega góðmennsku hans í garð hinna lágu. Stóreignamenn eiga yfirleitt svo mikið að þeir eiga meira en feikinóg aflögu handa þeim sem eiga næstum ekkert. Þess vegna sagði þessi stundum: Magnið knýr höfðingjana til að gefa af því sem getan til eigna gerir þá aflögufæra. Fyrir bragðið kom hann reglulega í álmu vinnufólksins og sagði, svipað og nú tíðkast við kassa í kjörbúðum: Góðan daginn. Ólíkt hinum takmarkaða vingjarnleika í verslunum, sem kaupanda er sýndur áður en hann borgar, lét aðalsmaðurinn ekki sitja við orðin tóm; hann lét vera framhald á sínum og leysti af tungunni brandara og hló dátt að þeim, vinnufólkinu til samlætis. Auðvitað bætti hann aldrei við: „Hann var góður þessi!“ Slíkt hefði verið of langt gengið og ekki aðalsmannslegt. Nú var það ekki svo, eins og einhver gæti haldið, að höfðinginn hafi látið dyrnar vera lágreistar af því þjónustuliðið hreiðraði um sig handan við þær. Skýringin er önnur: hann áleit að dyrum yfirleitt væri ekki skylt að „bera höfuðið hátt“, heldur einungis þeim sem hann gekk um daglega. Þær voru talsvert hærri en hann. En þessar, sem „báru höfuðið lágt“ áttu að hækka, ekki beinlínis í tign heldur rísa smám saman af því einu að hann fór um þær, til að bjóða góðan daginn og segja nokkra góða. Óþarft er að endurtaka, þótt það sé gert, að hann bar höfuðið hátt, svo hann rak sig uppundir í hvert sinn þegar hann gekk um dyrnar. Þá reyttist auðvitað eitthvað af honum. Fyrst fékk hann skalla, svo sár í staðinn fýrir hár. Margir munu segja, að þetta sé eðlilegt með hliðsjón af því, að aðalsmað- urinn hafi aldrei áður þurft að fara um lágar dyr. Þetta er rétt. Til að komast ósærður um dyr, sem eru lægri en sá sem um þær fer, verður maður að lækka höfuðið, beygja hálsinn eða gera sig hokinn í herðunum eða hnjánum. Þetta gefur auga leið, sem gildir einu, aðalsmaðurinn beygði ekkert af búknum. Hann hvorki kunni né vildi það. Ég hef aldrei lækkað mig og hneigi ekki höfuðið fýrir dyrum, á hann að hafa sagt og bætt við: Þess vegna fer ég ekki ofan af því, að fýrst ég fer um þær, en þær ekki um mig, verða þær að laga sig eftir hæð minni. TMM 1997:3 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.