Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 85
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON þau framhaldslíf skilið. Hann fjallar um líf manna einsog það er, og hefur alltaf verið, á öllum tímum. Að því leyti er hann „klassískur“. Hann mun hafa metið William Shakespeare mest allra höfunda, og má sjá „gamla manninn" gægjast fram í línurnar hjá honum sumsstaðar, ekki síst í barnasögunni Karli litla. Til gamans má geta þess að honum var einnig mjög hugleikinn landi og samtímamaður Shakespeares, skáldið Ben Jonson, og meira að segja geymir dagbók hans langar færslur þar sem hann reynir að færa sönnur á að Jonson hafí verið af íslenskum ættum. Eftir því sem best verður séð hefur hann þó lítið fyrir sér í þeim efnum annað en stafsetningu nafnsins, en einnig taldi hann rit Jonsons forn-íslensk í innsta eðli sínu. Jóhann Magnús var á margan hátt meiri Islendingur en þeir sem heima voru um þær mundir, þó hann lifði og hrærðist öðrum þræði í enskumæl- andi heimi. Hann var mikill þjóðernissinni, í betri merkingu þess orðs, en fór þó hugsanlega stundum yfir strikið í ákefð sinni að sanna verðleika íslands og íslendinga við hlið annarra landa og þjóða. Fyrrnefndur vinur hans Jóhannes P. Pálsson, segir í grein sinni að stundum hafi hann ekki getað stillt sig um að stríða Jóhanni ofurlítið á þessari miklu ást til alls sem íslenskt var, og stöku sinnum hafi Jóhanni stórlega misboðið. Hann fór barnungur vestur og sýnist alla tíð hafa þráð ísland, þó hann kallaði fóstru sína, Kanada, líka móður þegar frá leið. Lökustu kaflarnir í bókum Jóhanns Magnúsar eru þegar hann leiðist út í nokkuð hæpinn samanburð við aðrar þjóðir, og þá er einsog heilög en dálítið leiðigjörn einfeldni nái yfirhöndinni, og umfram allt verður íslensk þjóð heldur einlit í meðförum hans sem slík. Hann nýtur sín fyrst og fremst í því að fjalla um einstaklinga, þá rennur sagan létt og frjálst fram, og það virðist óvefengjanlegt að viðkomandi hafi hann þekkt, og þekkt vel. Hann er ekki hugsuður eða heimspekingur, að minnsta kosti ekki í viðtekinni merkingu þeirra orða, og þar af leiðandi bregst honum offar en ekki bogalistin þegar hann vill líta á stærri heildir. Það er helst í margnefndri dagbók að hugleiðingar hans á þessum sviðum njóta sín, þar leitar hugsunin í annan farveg. En fyrst og fremst er Jóhann Magnús maður ffásagnar, og segir ffá á hreinan og ferskan hátt og það er gleði að baki orðum hans, jafnvel þegar hann segir ffá dapurlegum atburðum; að sjálfsögðu engin þórðargleði, heldur gleði þess sem nær að lýsa öðrum (þ.e. lesendum) með lukt sinni, þó ekki sé nema skamman spöl, í myrkrinu sem umlykur alla tilveru. Sennilega hefði hann ekki getað skrifað undir að líf manna sé umlukið myrkri, heldur ljósi, og ljósið þurfi aðeins að brjótast inn í manninn. En þar með er komið í grennd við guðfræði, og það hefði hann ekki viljað. Ólíkt Stephani G. hélt hann sig frá trúmáladeilum vestra, og satt að segja er undarlegt hvað Kletta- fjallaskáldið sótti í þref um þá hluti, jafn trúlaus og hann þóttist vera. TMM 1997:3 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.