Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 112
RITDÓMAR Morgunsólin þennan haustdag, sjórinn blár og himinninn - nágranninn keyrir bláa bílinn út úr bláa skúrnum við bláa húsið og ekur burt í bláum mekki sem sundrast í logninu hægt og haegt Þetta er mánudagur, og blágresi fallið í hvömmum Hús og gluggai- í ljóði sem nefnist Kvöldsöngur er skáldið statt úti undir berum himni, „einn í grænni veröld“, og þykir gott að hugsa til þess: að „fara aldrei framar/ inn í hús“. Lesanda Indíánasumars kemur þessi hugsun ekki á óvart, því hvað effir annað koma hús við sögu. Gróflega mætti skipta ljóðum bókarinnar í „næturljóð“ og „sólarljóð“, „inniljóð" og „útiljóð“; oft er skáldið líkt og fangi í inniveröld, lífið er utan veggja og það berst til höfúndar inn um glugga - og í ljóðum sem gerast utan húss er iðulega horft í átt til húsa eða gægst á glugga. Strax í fyrsta ljóði Indíánasumars koma gluggi og hús fyrir, og eins hin tvö aðal-efnisorð bókarinnar: myrkur og ljós. I næsta ljóði er myrkur og ljós enn yrkisefni, í þar næsta er sem „nóttin með/ sína þöndu vængi ædi að/ teygja sig inn um gluggann/ hérna og hrifsa mig til sín/ og draga inn í húsið bak/ við stjörn- urnar“ . . . í fimmta ljóði bókarinnar skín tungl „utan við/ gluggann . . .“ Tveimur ljóðum síðar sofnar skáldið með morgni í „húsinu með/ steinþak- inu“. I ljóðinu þar á eftir lokar skáldið augum „í skugganum af/ rauða timbur- húsinu“. Fáeinum ljóðum aftar sér skáld- ið dökka hesta „út um svefn-/ herbergis- gluggann“. Skömmu síðar hrörnar „gula húsið“ með ári hverju. Þremur ljóðum aftar skín sólin „inn um/ gluggann." Tveimur ljóðum síðar birtist „bláa hús- ið“ í vorsól. Tveimur blaðsíðum aftar reikar einmana fólk „gamla stíga/ innan um/ náttskyggð hús“. Dálitlu síðar situr skáldið „við eldhúsgluggann“. í ljóðinu á næstu síðu kemur læknir á hvítum slopp „út um kjallaradyr/ á sjúkrahúsinu". Tveimur síðum aftar er tjörnin „með skuggaheitinu/ rétt við stofuglugg- ann .../ og gljáfægður tehitari/ í glugga- kistu“. Tveimur ljóðum síðar eru fíflar undir húshlið og í „litiu rúmi innan við/ fjögrarúðugluggann sefúr/ hvíthærður strákur, og gler-/ augu í gluggakistunni“. Tveimur ljóðum aftar veðrast krossar á leiðum „einsog húsin/ fyrir neðan, en húsin/ eru oftar máluð“. I öðru ljóði í sömu opnu eru niðurlagsorðin: „Glugg- inn/ er opinn“. Einu Ijóði síðar eru svefn- rósir „í potti úti í/ gluggakistu, og sófinn/ góði og rauði/ undir glugganum11. í næsta ljóði les skáldið síðdegis „um fiðr- ildi/ sem sest á bókarsíðu/ við opinn glugga“. Skömmu síðar segir: „Kvöldin dökkna/ norðurljósin kvikna/ yfir hús- um/ með ljós/ og skugga/ í gluggum". I næstu ljóðum koma fyrir kirkjur, kofar og lasleg hús, uns skáldið segist í fyrr- nefndu kvöldsöngsljóði ekki vilja ff amar inn í hús. Þegar þar er komið sögu er þriðjungur bókarinnar eftir, og þó hverfa hús ekki af síðum hennar, „bláa húsið“ er eftir og í einu ljóðanna kemur kona út úr „gula húsinu“ og mætti svo áfram telja. Nú er það annað hvort, að skáldið hefur ekki gætt að sér eða þetta er með vilja gert, að klifa svo á húsum og glugg- um, máske í táknrænni merkingu - en nokkuð er það einhæft. Tíminn er undarlegur náungi Hugleiðingar um gleði og sorgir í lífi manns, hverfulleikann, eilífan hring árs- tíðanna, allt eru þetta kunnugleg stef frá örófi alda í skáldskap - og Gyrði tekst vel að túlka þau, eins og í eftirfarandi ljóði, þar sem tíminn er persónugerður sem kuflbúinn grasalæknir: 110 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.