Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 14
Hannes Pétursson
Á fjölunum í Höfn
í
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skrifaði Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara
mörg vinarbréf, frjálsleg og hugheil. Þau eru úrvalslesning flest.
Hinn 31. ágúst 1860 dagsetti Gröndal í Kaupmannahöfn langt ljóðabréf
til Jóns, fjörugt en ekki að sama skapi fyndið, enda var þessi aðdáanlegi
háðfugl jafnan miklu skemmtilegri í lausu máli en bundnu. Þar standa þessar
línur:
Hinrik er skáld, og Herz1 að nafhi,
hann hefúr okkur gleðju léð,
nokkuð sviplíkur heimskum hrafni,
hreiðraður upp í gamla tréð,
þar sem að aldin gullin glóa,
guð sem að bannar manna þjóð
þar er hann æ að hósta og hóa
heyrnarlaus um sín eigin ljóð.
Við fyrsta orð síðustu ljóðlínu bætir Gröndal neðanmálsgrein: „Herz er
heyrnarlaus. Hann hefur gert leikrit, sem á að leika í vetur, og þar í er
dónalegur2 Islendingur, og allt fært á versta veg.“ I sjálfu ljóðabréfinu segir
eftir þetta, að fyrir svo andstyggilega hæðni hefðu fornmenn látið koma
hefnd, drepið skáldið.3
Nú liðu mörg ár. Þegar Gröndal sat aldraður heima á íslandi við ritun
æviminninga sinna, víkur hann aftur að sjónleik Hertz. En rokinn er burt
fítonsandinn sem gaus upp í ljóðabréfinu til Jóns Árnasonar. Gröndal nefnir
leikritið í annað sinn vegna þess að hann rifjar upp kynni sín af Stefáni
Thorstensen, syni Jóns landlæknis og Elínar Stefánsdóttur, amtmanns Steph-
ensens á Hvítárvöllum. „Stefán var stór og vel vaxinn, og sjálfsagt sterkastur
allra íslendinga, þeirra er þá voru í Höfh. Báðir komust þeir4 á ringulreið,
því að þeir voru aðhaldslausir, en höfðu enga lyst til þekkingar eða stunda
nein vísindi... Báðir voru þeir ærlegir piltar og ekki kenndir við neina pretti.
4
TMM 1998:1