Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 18
HANNES PÉTURSSON
og frú hans. Þau eiga tvö börn á giftingaraldri, Henríettu og Ágúst. Hjá þeim
í heimili er einnig bróðurdóttir jústitsráðsins, Camilla. Aðrir sem helzt koma
við sögu eru Poulsen, óðalseigandi á Fjóni, og Emilía dóttir hans, Sturle
Sigurdson Skalholt, sem er íslenzkur stúdent, Agerup cand. juris, liðsforing-
inn v. Bergen og jómfrú Sörensen saumakona.
Atburðaröðin á sviðinu leiðir til fjörlegs misskilnings á misskilning ofan.
Síðan raknar úr þvælunni eftir nægar útskýringar og öllu lýkur heppilega,
eins og vera ber í skemmtileik sem þessum.
„Kynnisferðin til Kaupmannahafnar“ er bundin dönskum aðstæðum síns
tíma. Uppistaðan er sú, að Poulsen óðalseigandi kemur til borgarinnar ásamt
Emilíu dóttur sinni, sem langar til að kynnast margmenninu og muninum
á höfuðborgarbúum og fólki annars staðar í landinu („i Provindserne“). Þau
gista í vinarhúsum hjá Vinge jústitsráði. Ágúst hafði dvalizt á búgarði
Poulsens á Fjóni sumarið áður, vel látinn af öllum, og þau Emilía urðu skotin
hvort í öðru. Vinge vill fyrir alla muni gera lögfræðing úr syni sínum, sem
var eftirlæti hans, en orðinn óráðþæginn, gapalegur í tali, eyðslusamur á fé,
stofnaði til skulda sem faðir hans varð svo að greiða, og er bóklatur. En
hjartað var gott sem undir sló, og pilturinn bæði spaugsamur og sprækur.
Hann hneigist meira að búskap en lögvísi. Jústitsráðið hugsar sér líka að
Ágúst og Camilla gangi í eina sæng saman, en sú var ósk móður hennar
heitinnar, Camilla hefur hins vegar augastað á v. Bergen. Síðan eftir alian
misskilninginn — sem bitnar meðal annars á Skalholt, svo að hann ber upp
bónorð við Camillu, heldur en ekki ófimlega - ná þrenn pör saman: Emilía
og Ágúst, Camilla og v. Bergen, Henríetta og Agerup.
Helzti sigurvegari meðal þessa fólks, í „et smukt meubleret Visit-Vær-
else ... med flere Udgange“, er að leikslokum Ágúst Vinge: Hann þarf ekki
að ljúka lögfræðináminu, fær stúlkunnar sem hann renndi hýru auga til og
sezt í stórbú föður hennar, eignast prinsessuna og ríkið. Þannig sigrar ffelsið,
æskan og ástin!
IV
„Kynnisferðin til Kaupmannahafnar" mætti liggja í þagnargildi hérlendis, ef
ekki væri leikpersónan Skalholt og lætin út í Henrik Hertz sem hún olli meðal
Hafnar-íslendinga. Upphlaup þeirra var þó tilefnislítið í augum Gröndals
síðar, hann minnti þá „að þetta væri ekki svo mikið þykkjuefni". Æsingurinn
er á hinn bóginn skiljanlegur: Ýmsum fannst að Danir litu niður á íslend-
inga, þættu þeir útkjálkalegir. Öfundar kann einnig að hafa gætt meðal
8
TMM 1998:1