Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 32
GÚNTER grass höggmyndir. I upphafi níunda áratugarins gerði ég þriggja til fjögurra ára hlé á ritstörfum vegna þess að mig langaði að hugleiða ákveðna hluti vel og vandlega, og á þeim tíma byrjaði ég strax að fást við höggmyndalist, einkum leirverk. En í lok þessa tímabils fékk ég hugmynd og fór að vinna að henni. Seinna varð hún að skáldsögunni Rottan. Þess vegna voru fyrstu síður Rottunnar skrifaðar með skærum á rakar leirhellur sem ég lét síðan brenna í ofni. Þær urðu að sannkallaðri keramík. Þannig skrifaði ég fyrstu tuttugu og fimm blaðsíðurnar. Síðan sneri ég mér að hinum hefðbundna pappír, og hélt áfram. Ég hef alltaf fengist við að teikna, mála eða gera grafikmyndir til hliðar við ritstörfin, en að fást við höggmyndir og skrifa skáldsögur, það gengur ekki. Þetta eru tvær tegundir frásagnar sem ekki fara saman ... L.P.: í þau fjörutíu ár sem þú hefur fengist við að skrifa skáldsögur hafa landamæri færst til og gríðarlegar breytingar átt sér stað í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum, menningarmálum og svo framvegis. En ein þessara breyt- inga er annað og meira. Ef maður ber Örtlich betáubt (Staðdeyfing, 1969) saman við Danzigþríleikinn sem var næstur á undan — Blikktrommuna, Kött og mús, Hundaárin - þá kemst maður meðal annars að því að unglingar á fjórða áratugnum voru enn hluti af þjóðfélaginu og að persónan hafði þá einhverja almenna reynslu af lífinu og dauðanum. En unglingurinn á sjö- unda áratugnum er einn, hann er einfari og býr yfir afar takmarkaðri reynslu. Mér virðist því sem maðurinn taki stakkaskiptum í skáldsögum þínum á sjöunda áratugnum. G.G.: Það er rétt að með skáldsögunni Staðdeyfmg lýkur ákveðnu skeiði í sagnaskrifum mínum, skeiði sem samanstóð af Blikktrommunni, Ketti og mús og Hundaárunum. Þessar þrjár bækur eru nátengdar fortíðinni, einkum árunum strax eftir stríð. Með Staðdeyfmgu var ég í fyrsta sinn í takt við samtímann. Þá hætti ég viljandi að vera í þeirri fjarlægð sem höfundur vill yfirleitt vera í. Sama er að segja um næstu bók á eftir, Aus dem Tagebuch einer Schnecke (Úr dagbók snigils, 1972). En í þeirri frásögn er fleiru blandað saman við: annars vegar er söguþráðurinn þar sem sagt er frá kosningabar- áttu árið 1969, hins vegar sá sem gerist í fortíðinni í Danzig þar sem sagt er frá lífinu í kringum guðshús gyðinga í Danzig á nasistatímanum. En í Staðdeyfingu byrja ég að glíma við samtímann. Auðvitað var önnur kynslóð þá að vakna til vitundar, jafnvel farin að mótmæla - þetta var tímabil mótmælanna gegn Víetnamstríðinu. En hver og einn var átakanlega einangr- aður í eigin getuleysi. Enda þótt þetta unga fólk hafi birst í hópum var það fyrst og fremst að hugsa um sjálft sig með þessum aðgerðum. Þrátt fyrir það urðu miklar breytingar á þessum tíma. Söguhetjur fyrstu skáldsagna minna 22 TMM 1998:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.