Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 37
EFINN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA halda hverja hátíðina á fætur annarri undir yfirskini menningar. í rauninni snýst málið ekki um einstakt listaverk, bækur, ekki um nýjustu málverk tiltekins málara, heldur er aðalmálið hvernig tiltekin sýning er skipulögð, hvort hún verður umfangsmikil eða ekki, hvort hún er hluti af þessari eða hinni menningaráætluninni, og svo ffamvegis. Þetta er tilhneiging sem sjá má alls staðar. Þetta eru viðburðir sem líkjast hverjir öðrum. Hvort sem þeir eiga sér stað í París, Berlín eða annars staðar, þá eru þeir skipulagðir af menningarathafnamönnum, eru hluti af hinum gríðarmikla afþreyingar- iðnaði. L.P.: Ég hef farið í gegnum þá umfjöllun sem síðasta skáldsaga þín hlaut í Þýskalandi. Það sem kom mér einna mest á óvart var að varla sást bregða fýrir orðum eins og „fegurð“, „skáldskapur“, „hrifning“, „nýjung“ og svo ffamvegis, það er að segja þeim orðum sem alla jafna eru notuð þegar fjallað er um listaverk. Er ennþá fjallað um skáldsögur án tillits til listræns gildis þeirra? G.G.: Það varð heilmikið fjölmiðlafár í kringum útkomu síðustu bókar minnar, en þau læti urðu til þess að fjölmargar ólíkar raddir heyrðust. Meðal þeirra voru raddir sem litu á bók mína sem skáldsögu og hikuðu ekki við að nota þau orð sem þér finnst vanta. Hins vegar voru lætin slík að fólk tók ekki effir bókmenntalegu hliðinni í fyrstu. Síðan hefur verið skrifuð bók sem ber titilinn Fontymálið, þykk og mikil, gríðarlega vel unnin bók sem rekur alla fjölmiðlaumfjöllunina um skáldsöguna mína. Þar er hægt að sjá í smáatrið- um hvað gerðist. Ég held að undirrót látanna hafi fýrst og fremst verið bræði stjórnmálamanna. Fólk átti að klappa sameiningu þýsku ríkjanna lof í lófa og segja að hún hefði heppnast, fólk átti að líta svo á að hún væri hafin yfir gagnrýni og að þetta væri frágengið mál sem einungis ætti eftir að skrá í kennslubækur. Og svo kom einhver rithöfundur og sagði söguna frá allt öðru sjónarhorni, frá sjónarhorni þeirra sem urðu fyrir barðinu á sameiningunni. Það gat ekki gengið og því varð að afstýra. Flestar greinarnar sem skrifaðar voru undir yfirskini gagnrýni báru hins vegar greinilega með sér að viðkom- andi hafði ekki einu sinni haft fyrir því að lesa bókina. Menn vitnuðu í eina eða tvær setningar, shtu þær úr samhengi, létu út úr sér vitleysu sem sérhver fýrsta árs nemandi í þýskum fræðum myndi skammast sín fyrir, eins og til dæmis að halda því fram að allt sem persónur í skáldsögu segja séu skoðanir höfundarins. Öllu meiri heimsku er varla hægt að láta frá sér fara. í rauninni varð þetta mál til þess að afhjúpa ýmsa sem telja sig merka gagnrýnendur. Bókin gekk mjög vel, lesendur voru sólgnir í hana og síðan hefur hún verið TMM 1998:1 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.