Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 44
Birna Bjarnadóttir í guðlausu fjaðrafoki Um sambönd og innra líf í sögum Guðbergs Bergssonar Hér eiga skáld að vera ærleg í stað þess að velta sér upp úr tilgerð eins og sambandi manns og fegurðar, einokun kristni á fegurð, þeim möguleikum tilfinninga sem tengjast þeirri útreið og því brjálæði sem af getur hlotist, byrji maður að hugsa um það. Hér er fegurðarskynið bundið ytri fegurð og þeim áhrifum sem slík fegurð skapar, enda innra lífið þekkjanlegt, ólíkt flestu öðru. Hér ríkir líka þjóðarsátt í efnum anda og tilfinninga og raunveruleikinn í vestrænni merkingu (þessi sem enginn fær séð en allir geta lent í) er blessunarlega íjarver- andi. Höfundur sem hugsar um það sem ekki fæst á því að hypja sig og vera í sinni fúlu tómhyggju (sem í raun er fagurfræði fúlhyggjunn- ar) hjá þjóðum sem kunna ekki gott að meta. Við íslendingar erum hamingjusöm þjóð og þurfum enga skítablesa til að níðast á okkar heilsteyptu sögu, menningararfinum sjálfum, hlífðarleysinu í hegðun og einstæðri listsköpun, bara af því að við hugsum ekki um fánýta og með öllu óarðbæra hluti eins og hver fegurðin geti verið í hlutskipti manns. Hér er fegurðin allt um kring eins og hver heilvita maður veit og skilur. Þessi höfundur vill heldur ekkert að maður hugsi sjálfur, ef út í það er farið. Hann er búinn að túlka allt sem túlkað verður eins og sést best á bókum hans, svo ekki sé talað um þessa grein hans (eða heitir hún kannski ritgerð í höfuðið á annarri frægri ritgerð um keimlíkt efni?) um fegurðina. Hann tileinkar líka bækur sínar öllum öðrum en lesendum þessarar þjóðar. Eyjur, guð, Nietzsche og hann sjálfur, svo þekkt dæmi séu nefnd, eiga að lesa ósköpin. Endurtekin orð, eiga þau svo að heita. Já, megi þau bara halda áffam að endurtaka sig í einhverjum öðrum. Hér eru skáldin ærleg og skrifa um raunveru- lega hluti eins og timbraðar persónur sem fá almennilegan móral. Slíkar persónur hafa ekki bara elskað, heldur gera það í miklum efa. Og þess vegna eru þær frjálsar. Far því vel, fúlingi, með allar þínar þvældu viðjar. Manfreð Pálsson: „Um samband lífs og listar“ í Höfgi, Tímarit hins íslenska menningarfélags, 1998. 34 TMM 1998:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.