Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 63
Sigurður A. Magnússon
Fíflið er enginn fáviti
Um Nóbelsskáldið Dario Fo
Aliðnum 97 árum hafa ítalskir höfimdar sex sinnum hreppt bók-
menntaverðlaun Nóbels, nú síðast leikskáldið Dario Fo (f. 1926).
Fyrirrennarar hans voru ljóðskáldið Geosé Carducci (1906),
sagnaskáldkonan Grazia Deledda (1926), leikskáldið Luigi Pirandello
(1934), ljóðskáldið Salvatore Quasimodo (1959) og ljóðskáldið Eugenio
Montale (1975).
Tilkynning sænsku akademíunnar 9nda október var á þessa leið: „Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum fyrir árið 1997 verða veitt ítalanum herra Dario
Fo, sem í anda hirðfífla miðalda hrellir valdsmenn og berst fyrir sæmd hinna
kúguðu.“ í umsögn sænsku akademíunnar sagði: „Hann einn á tilkall til
sæmdarheitisins hirðfífl [joculator] í bestu merkingu þess orðs. Með sam-
blandi af gamni og alvöru opnar hann augu okkar fyrir valdníðslu og
óréttlæti í þjóðfélaginu aukþess sem hann vísar til víðara sögulegs samhengis.
Dario Fo er einstaklega opinskátt háðsádeiluskáld sem skilað hefur marg-
brotnu höfúndarverki. Sjálfstæði hans og glöggskyggni hafa neytt hann til
að taka mikla áhættu; þess hefúr hann verið látinn gjalda, þó hann hafi
jafnframt fundið fyrir máttugum viðbrögðum úr öllum áttum.“ Franca
Rame fékk einnig hrós akademíunnar fyrir framlag sitt og mikilsverðan
stuðning við eiginmanninn. Jafhframt var bent á áhrif sem Dario Fo hefði
orðið fyrir frá jafnólíkum höfundum og Brecht og Majakovskí.
Á liðnum fjórum áratugum hefur Dario Fo lagt Evrópu að fótum sér með
leikhúsverkum sem bera vitni fágætu skopskyni, hugkvæmni og hárfínni
tilfinningu fyrir leiksviðinu. Hann hefur verið nefndur „nýskapari farsans“
sem er réttnefni í þeim skilningi að hann byggir á gömlum alþýðlegum
hefðum leikhússins, ekki síst hinni gömlu og lífseigu commedia delVarte ítala,
en fer jafnffamt eigin leiðir, ryður nýjar brautir með djarfri stílfærslu og
ísmeygilegri ádeilu.
Dario Fo er í senn leikskáld, leikstjóri, leikari, leikhússtjóri og leiktjalda-
hönnuður. í öndverðu hafði hann til umráða flokk þaulreyndra gamanleik-
ara sem sameinuðu í óvenjuríkum mæli kostulega látbragðslist og leiftrandi
mælsku. Þetta voru einskonar revíuleikarar á æðra plani sem bæði kunnu að
TMM 1998:1
53