Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 65
FÍFLIÐ ER ENGINN FÁVITI dansa, syngja, leika og tjá sig með látbragði einu saman. Þessi leikflokkur ávann sér fádæmahylli bæði í heimaborginni, Mílanó, og um gervalla Ítalíu. Snörp þjóðfélagsádeilan beindist ekki síst að mafíunni, opinberum skrif- finnum og rómversk-kaþólsku kirkjunni, enda fór Dario Fo ekki varhluta af illmælgi, persónulegum árásum og hótunum. Hann mátti líka þola eitraðar örvar öfundsýki og rógs af hendi stofnanaleikhúsanna. Versta áfallið var samt þegar Franca Rame kona hans var numin á brott og höfð í haldi hjá hægrisinnuðum öfgamönnum árið 1973. Þá ógnsömu reynslu færði Dario Fo í sviðsbúning í leikritinu „Stupro“ (Nauðgun). Mótunarárin Dario Fo hóf námsferil sinn með því að leggja stund á listfræði og húsagerð- arlist. Hann er kominn af norður-ítölskum bændum og verkamönnum, fæddur í Sangiano við Lago Maggiore. Afi hans var einn af mörgum sagna- mönnum héraðsins, svonefndum fabulatori. I leikritinu „Mistero buffo“ (1969) er Fo sjálfur einmitt slíkur miðlari fornrar hefðar. Leikritið er endur- gerð texta frá 15du öld og sýningin fjögra tíma löng. Fo er einn á sviðinu, klæddur svartri peysu og svörtum buxum með hljóðnema í hendi. Hann leikur öll hlutverkin og tengir saman atriði með því að tala beint til áhorf- enda. Óvægilega hæðist hann að misbrestum og sýndarmennsku samfélags- ins og leggur um leið áherslu á gildi alþýðumenningar. Meðan Dario Fo var við nám í Mílanó sótti hann leikhús borgarinnar með það eitt fyrir augum að blístra niður leiksýningar. Það var hollustutjáning hans við þá sönnu sviðslist, sem hann saknaði í vatnsbornum gamanleikjum ítalskra leikhúsa uppúr seinni heimsstyrjöld á sama tíma og ítalskar kvik- myndir áunnu sér alheimshylli með raunsærri og nærgöngulli könnun hvunndagslífsins. Á árunum kringum 1950 var Dario Fo við listnám í París og komst þá í færi við Marcel Marceau og óviðjafhanlega látbragðslist hans, sem reykvískir leikhúsgestir höfðu kynni af þegar hann kom fram í Þjóðleikhúsinu í júní 1966. Varð sú reynsla til að opna augu unga mannsins fýrir ókönnuðum möguleikum leiklistarinnar. Nokkrum árum síðar frumsýndi hann í Mílanó tvær revíur í nýjum stíl, sem um sumt minntu á þöglu kvikmyndirnar, sem þeir Buster Keaton og Charlie Chaplin lyftu í listrænt veldi. Árið 1958 sá Dario Fo sig knúinn til að koma sér upp eigin leikflokki og sýndi fjóra einþáttunga undir samheitinu „Þjófar, vaxmyndir og naktar konur.“ Þar birtist ný tegund skopleiks, furðuleg blanda fjarstæðukenndra manngerða og ótrúlegustu hausavíxla sem komu áhorfendum í opna skjöldu, þannig að menn voru ekki fyllilega með á nótunum til að byrja með, TMM 1998:1 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.