Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 76
Árni Magnússon Um sögu - De historiá Már Jónsson ritar formála Hvernig stendur á því að Árni Magnússon kom engu frá sér? Hvað var hann að gaufa? Hann þóttist ætla að gefa út Alexanders sögu, en gerði það ekki. Hann laug því að Olof Celsíus og Þormóði Torfasyni að hann myndi gefa Sögubrot af fornkonungum út í Leipzig. Hann heyktist á því að gefa út bréfaskipti Þormóðs við Ottó Sperling og fullyrti áratugum saman að útgáfa á íslendingabók Ara fróða væri í burðarliðnum, en það var plat. Ef marka má fræðimannatal Jöchers ffá miðri 18. öld var hann Dani sem árið 1695 gaf út danskan annál óþekkts höfundar um árin 1028-1282. Annað ekki.1 Reyndar gaf hann út erfðaskrá Magnúsar lagabætis árið 1719 og fékk birta örstutta ritgerð eftir sig um áritun á drykkjarhorni í tímaritinu Nova litteraria maris balthici et septentrionis árið 1701, en ekki getur það talist mikið þegar að því er gætt að varla tvítugur komst hann í fullt starf hjá konunglegum fornfræðingi og gat sinnt fræðistörfum nærri óskiptur eftir það.2 Hann fékk stöðu sem prófessor við háskólann í Kaup- mannahöfh í gegnum klíku og nennti ekki einu sinni að kenna. Hann hefði aldrei fengið framgang! Skjalaritarastarfi sínu virðist hann ekki hafa sinnt af nokkru viti eða bókavarðarstöðunni við háskólabókasafh. Hvað er að svona fólki? Líklega er það rétt hjá Holberg að hann hafi bara setið heima og nagað skinnblöð - ekki ólíkt kannski löndum sínum, sem frægt er orðið, en af öðrum ástæðum. Letina rökstuddi hann svo sjálfur í samræðum við skrifara sinn Jón Ólafsson á síðari árum með þeim orðum að hann teldi „veröldina allt of fulla af hégómabókum þó eigi bætti hann við. Já! hann var svo mjög þar um vandlátur, að ég heyrði hann svo að kveða að maður mætti vera nálega alla ævi sína um að samansetja einn lítinn bækling." Ekki tókst honum það einu sinni svo bragð væri að. Jón Árnason biskup sá í gegnum þetta og það var gott hjá honum að skrifa umsjónarmönnum dánarbúsins sumarið eftir að Árni lést og sýna þeim hvernig hann hefði eytt ævinni í að safna sögum og lesa þær, en ekkert skrifað sjálfur til nytsemdar fyrir lands- menn sína eða aðra - og ekkert gert í þágu guðs, enda brann hjá honum.3 En árangursleysi við að koma hlutum á prent er ekki endilega það sama og að gera ekki neitt. Sé fyllstu sanngirni gætt verður ekki hjá því komist að 66 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.