Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 76
Árni Magnússon
Um sögu - De historiá
Már Jónsson ritar formála
Hvernig stendur á því að Árni Magnússon kom engu frá sér? Hvað
var hann að gaufa? Hann þóttist ætla að gefa út Alexanders sögu,
en gerði það ekki. Hann laug því að Olof Celsíus og Þormóði
Torfasyni að hann myndi gefa Sögubrot af fornkonungum út í Leipzig. Hann
heyktist á því að gefa út bréfaskipti Þormóðs við Ottó Sperling og fullyrti
áratugum saman að útgáfa á íslendingabók Ara fróða væri í burðarliðnum,
en það var plat. Ef marka má fræðimannatal Jöchers ffá miðri 18. öld var
hann Dani sem árið 1695 gaf út danskan annál óþekkts höfundar um árin
1028-1282. Annað ekki.1 Reyndar gaf hann út erfðaskrá Magnúsar lagabætis
árið 1719 og fékk birta örstutta ritgerð eftir sig um áritun á drykkjarhorni í
tímaritinu Nova litteraria maris balthici et septentrionis árið 1701, en ekki
getur það talist mikið þegar að því er gætt að varla tvítugur komst hann í
fullt starf hjá konunglegum fornfræðingi og gat sinnt fræðistörfum nærri
óskiptur eftir það.2 Hann fékk stöðu sem prófessor við háskólann í Kaup-
mannahöfh í gegnum klíku og nennti ekki einu sinni að kenna. Hann hefði
aldrei fengið framgang! Skjalaritarastarfi sínu virðist hann ekki hafa sinnt af
nokkru viti eða bókavarðarstöðunni við háskólabókasafh. Hvað er að svona
fólki? Líklega er það rétt hjá Holberg að hann hafi bara setið heima og nagað
skinnblöð - ekki ólíkt kannski löndum sínum, sem frægt er orðið, en af
öðrum ástæðum. Letina rökstuddi hann svo sjálfur í samræðum við skrifara
sinn Jón Ólafsson á síðari árum með þeim orðum að hann teldi „veröldina
allt of fulla af hégómabókum þó eigi bætti hann við. Já! hann var svo mjög
þar um vandlátur, að ég heyrði hann svo að kveða að maður mætti vera
nálega alla ævi sína um að samansetja einn lítinn bækling." Ekki tókst
honum það einu sinni svo bragð væri að. Jón Árnason biskup sá í gegnum
þetta og það var gott hjá honum að skrifa umsjónarmönnum dánarbúsins
sumarið eftir að Árni lést og sýna þeim hvernig hann hefði eytt ævinni í að
safna sögum og lesa þær, en ekkert skrifað sjálfur til nytsemdar fyrir lands-
menn sína eða aðra - og ekkert gert í þágu guðs, enda brann hjá honum.3
En árangursleysi við að koma hlutum á prent er ekki endilega það sama
og að gera ekki neitt. Sé fyllstu sanngirni gætt verður ekki hjá því komist að
66
TMM 1998:1