Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 84
ÁRNI BJÖRNSSON hinn málspaki sem um 1200 skráði Danmerkursögu og Geoffrey frá Mon- mouth, sem skráði Breta sögur á 12. öld, báðir á latínu. Á íslandi voru sögur að drýgstum hluta skráðar á íslensku þótt að sjálfsögðu væru einnig til latínubækur í klaustrum og kirkjum. 2. I norðanverðri Evrópu snerust þessar latínusögur einkum um helga menn og trúboðskonunga. Veraldlegar sögur voru einnig skráðar öðru fremur konungum og öðrum höfðingjum til dýrðar. Líku gegndi einnig í fyrstu á íslandi. Brátt var þó tekið að snúa þessum sögum eða frumsemja þær á íslensku. Sumar sögur voru til í bæði latneskri og íslenskri gerð. Sögur erlendra konunga urðu digur bókmenntagrein, og smám saman tóku íslend- ingar að segja á þeim kost og löst, enda höfðu þeir enn engan eigin kóng sem þeir voru skyldugir að mæra. 3. Eigi síðar en á öndverðri 13. öld tóku íslenskir sagnamenn auk þessa að færa í letur sögur og þætti af íslenskum bændum, stórum og smáum, og örlögum þeirra á heimaslóð eða úti í heimi, hinar eiginlegu Islendinga sögur. Um flestar þeirra gildir sama raunsæi og í yngri konungasögum. Þegar grannt er skoðað eru eiginlegar hetjur hinna bestu íslendinga sagna ekki vígamennirnir þótt mikið beri reyndar á þeim, heldur þeir drengskapar- menn sem reyna að koma í veg fyrir blóðhefnd og önnur vígaferli. Það tekst að vísu sjaldnast, og einmitt þess vegna verða þeir tragískar hetjur. Um líkt leyti virðist byrjað að skrá hinar ævintýralegu fornaldarsögur sem kalla má einskonar norrænt mótvægi við suðrænar riddarasögur, þýddar og frum- samdar. Skýringartilraunir Sem áður sagði hefur ekki tekist að finna í rituðu máli neina haldbæra skýringu á þessum fjölda ritaðra íslenskra sagna á móðurmáli miðað við sambærilega sagnaritun annars fólks í norðanverðri Evrópu. Stundum virð- ist hugmyndaríka höfunda samt ekki skorta nema herslumuninn og verður nokkurra slíkra tilvika getið aftanmáls í tengslum við ritaskrá. Ekki leyfir maður sér að fallast á þá gömlu þjóðrembu að hingað hafi í öndverðu flust sérstakt skáldskaparkyn þótt einhverjum kynni að sýnast það freistandi. Öllu líklegra væri að gelísk sagnamenning hefði snemma borist hingað með þrælum eða frjálsum mönnum frá Bretlandseyjum, því til eru mun eldri írsk sagnahandrit en íslensk. Slíkt fordæmi kynni vissulega að hafa valdið nokkru um íslenska sagnaritun á móðurmálinu, en það skýrir samt ekki, hversvegna gelískir menn höfðu ekki samskonar áhrif í Orkneyjum eða Noregi og jafnvel annarsstaðar á Norðurlöndum. Svipað er að segja um hugsanlegt fordæmi franskra hetjuljóða en getið er um franskan söngkenn- 74 TMM 1998:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.