Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 91
Guðni Elísson
„Dordingull hékk ég í
læblöndnu lofti“
Kennslufræði Kristjáns Kristjánssonar
Síðastliðið haust birti Kristján Kristjánsson heimspekingur og próf-
essor við Háskólann á Akureyri greinina „Að lifa mönnum“ í rit-
gerðasafni sínu Aftvennu illu: Ritgerðir um heimspeki. Greinin, sem
hafði áður verið gefin út í Andvara 1994 og sem stytt erindi í safnritinu Hvert
er hlutverk háskólakennarans?, fjallar um „vegsagnar- eða lýðfræðarahlut-
verk“ háskólakennara, en Kristján segir það skyldu hvers háskólakennara að
stunda rannsóknir sem hafa hagnýtt gildi. Almenningur á einnig að geta
notið þekkingar fræðimannsins, því hún á að „lýsa um landsbyggð alla“ (a
254). Með þetta í huga leggur Kristján til að háskólamenn setji sér reglur um
félagslegar skyldur þar sem sönn og hagnýt viska er höfð í fyrirrúmi. Mennta-
maðurinn á síðan að kynna almenningi niðurstöður rannsókna sinna og
verja þjóð sína fýrir ,ósönnum‘ fræðigreinum sem ekki geta leitt til almennr-
ar hagsældar og þroska.
Kristján fylgir þeim hugmyndum sem hann boðar. Með ritgerðasafni sínu
og greinaflokknum um póstmódernisma sem birtist á síðum Lesbókar Morg-
unblaðsins tíu haustvikur á síðasta ári er hann í hlutverki þess ,alþýðufræð-
ara‘ sem hann skilgreinir í greininni. í Lesbókar-greinunum varar hann við
hættum póstmódernisma, sem hann tengir uppgjafa kommúnistum, nýnas-
istum, hommum, fjölrásasjónvarpi, þjóðernishyggju, Kringlunni í Reykjavík,
Madonnu og Gyrði Elíassyni. Á svipuðum forsendum gagnrýnir hann í
greininni ,Að lifa mönnum“, þá fræðimenn og kennara sem stunda óholl og
andfélagsleg fræði. Gegn þessum ólíku fylkingum, stefnum, einstaklingum
og byggingum teflir Kristján ósnortinni og sannleiksríkri skólastefhu sem
hann kennir við „hefðbundna bresk-bandaríska“ heimspeki. Kristján er á
þeirri skoðun að „loftsalir allrar sannrar heimspeki séu safngrónir moldinni“
(a 258), ólíkt þeim óheilnæmu fræðum sem stunduð eru innan veggja
fílabeinsturnsins. Þeir sem iðki slík fræði hafi brugðist vegsagnarskyldu
sinni. Karl Blöndal sér lýðfræðarahlutverk Kristjáns í jákvæðu ljósi. I ritdómi
TMM 1998:1
81