Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 94
GUÐNI ELÍSSON
hann þannig réttindum. Að mati Mills réttlætir kenning félagsritarans „yf-
irgang og ofbeldi“ og „ætlar öllu mannkyni rétt til íhlutunar um siðlega,
andlega og jafnvel líkamlega velferð hvers einstaklings. Og hver sú velferð er,
fer eftir þótta þeirra, sem afskiptin hafa hverju sinni“ (Mill 162).
Boðskap félagsritarans má finna víða í erindi Kristjáns. Hann telur há-
skólakennara eiga að setja sér siðareglur svo auðveldara sé að vara við
óheilnæmum vísindum í naíhi almennrar velferðar. Kristján segir slíkar
reglur eiga að hafa „ákvæði um félagslegar skyldur“ (a 264) og þar sé sú
siðferðisskylda mikilvægust að „stuðla sem mest að farsæld sem flestra - allar
aðrar einstakar skyldur séu leiddar af henni“ (a 264). Málflutningur Krist-
jáns sýnir svo ekki verður um villst hættuna við velferðarkröfu reglugerðar-
herrans. f nafni almannaheillar dæmir hann heilu ffæðasviðin dauð og
ómerk af þeirri einu ástæðu að þau falla ekki að þröngri skilgreiningu hans
á menningarlegri farsæld.
Hagfræðingurinn Friedrich A. Hayek ræðir hættur forræðishyggju í Leið-
inni til ánauðar. Alræðissinninn fordæmir allt sem þjónar ekki hagsmunum
heildarinnar og hafnar öllu því atferli sem „þjónar engum settum tilgangi“.
Hann hafnar hugmyndinni um „vísindi vísindanna vegna og list listarinnar
vegna“ þar sem sérhver athöfn verði „að réttlætast af einhverju settu mark-
miði“ (Hayek 139). f erindinu sem Kristján birti í riti kennslumálanefndar
Háskóla íslands kemur forræðishyggjan fram í svipaðri mynd. Hann teflir
félagsfarsæld gegn sjálfhverfum fræðaanda snasarsinna og gagnrýnir kenn-
ingar sem ekki taka mið af notagildi: „Listin listarinnar vegna, sannleikurinn
sannleikans vegna, rannsóknin rannsóknarinnar vegna; kynfylgjan er aug-
ljós“ (b 30).
Sú farsældarkvöð sem Kristján prédikar er ógn við fræðasamfélagið. Hann
hvetur háskólakennara til að setja sér reglur um félagslegar skyldur sem síðan
eigi að stjórna því hvaða rannsóknir séu styrktar úr opinberum sjóðum.
Kristján lýsir ekki þeim reglum sem hafðar yrðu í fýrirrúmi, en ef þær væru
litaðar af þeirri hugmyndafræði sem hann setur fram sem sjálfgefna yrðu
afleiðingarnar skelfilegar. Forræðishyggja vegur að starfsffelsi háskólakenn-'
arans og færir völdin að of miklu leyti í hendur þeirra einstaklinga sem í
nafni samhyggju telja sig færa um að dæma heil fræðasvið ómerk ef þeim
svo sýnist.
2. Shakespeare og sönnfrœði
Kristján tekur vegsagnarhlutverkið alvarlega líkt og forveri hans, Sigurður
Nordal, sem messaði „yfir smekkfullri Bárubúð um einlyndi og marglyndi“
(a 262). Ólíkt þeim félögum er bókmenntafræðingur nútímans fúlltrúi
84
TMM 1998:1