Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 94
GUÐNI ELÍSSON hann þannig réttindum. Að mati Mills réttlætir kenning félagsritarans „yf- irgang og ofbeldi“ og „ætlar öllu mannkyni rétt til íhlutunar um siðlega, andlega og jafnvel líkamlega velferð hvers einstaklings. Og hver sú velferð er, fer eftir þótta þeirra, sem afskiptin hafa hverju sinni“ (Mill 162). Boðskap félagsritarans má finna víða í erindi Kristjáns. Hann telur há- skólakennara eiga að setja sér siðareglur svo auðveldara sé að vara við óheilnæmum vísindum í naíhi almennrar velferðar. Kristján segir slíkar reglur eiga að hafa „ákvæði um félagslegar skyldur“ (a 264) og þar sé sú siðferðisskylda mikilvægust að „stuðla sem mest að farsæld sem flestra - allar aðrar einstakar skyldur séu leiddar af henni“ (a 264). Málflutningur Krist- jáns sýnir svo ekki verður um villst hættuna við velferðarkröfu reglugerðar- herrans. f nafni almannaheillar dæmir hann heilu ffæðasviðin dauð og ómerk af þeirri einu ástæðu að þau falla ekki að þröngri skilgreiningu hans á menningarlegri farsæld. Hagfræðingurinn Friedrich A. Hayek ræðir hættur forræðishyggju í Leið- inni til ánauðar. Alræðissinninn fordæmir allt sem þjónar ekki hagsmunum heildarinnar og hafnar öllu því atferli sem „þjónar engum settum tilgangi“. Hann hafnar hugmyndinni um „vísindi vísindanna vegna og list listarinnar vegna“ þar sem sérhver athöfn verði „að réttlætast af einhverju settu mark- miði“ (Hayek 139). f erindinu sem Kristján birti í riti kennslumálanefndar Háskóla íslands kemur forræðishyggjan fram í svipaðri mynd. Hann teflir félagsfarsæld gegn sjálfhverfum fræðaanda snasarsinna og gagnrýnir kenn- ingar sem ekki taka mið af notagildi: „Listin listarinnar vegna, sannleikurinn sannleikans vegna, rannsóknin rannsóknarinnar vegna; kynfylgjan er aug- ljós“ (b 30). Sú farsældarkvöð sem Kristján prédikar er ógn við fræðasamfélagið. Hann hvetur háskólakennara til að setja sér reglur um félagslegar skyldur sem síðan eigi að stjórna því hvaða rannsóknir séu styrktar úr opinberum sjóðum. Kristján lýsir ekki þeim reglum sem hafðar yrðu í fýrirrúmi, en ef þær væru litaðar af þeirri hugmyndafræði sem hann setur fram sem sjálfgefna yrðu afleiðingarnar skelfilegar. Forræðishyggja vegur að starfsffelsi háskólakenn-' arans og færir völdin að of miklu leyti í hendur þeirra einstaklinga sem í nafni samhyggju telja sig færa um að dæma heil fræðasvið ómerk ef þeim svo sýnist. 2. Shakespeare og sönnfrœði Kristján tekur vegsagnarhlutverkið alvarlega líkt og forveri hans, Sigurður Nordal, sem messaði „yfir smekkfullri Bárubúð um einlyndi og marglyndi“ (a 262). Ólíkt þeim félögum er bókmenntafræðingur nútímans fúlltrúi 84 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.