Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 113
ÞJÚÐ í HLEKKJUM TUNGUMÁLSINS
sonur eins bræðranna tólf eða þrettán ára gamall. Þegar talið barst að
spilamennsku afans sagði sá stutti: „Mamma var ekki einu sinni búin að
dingla þegar hann var búinn að gefa.“ Bræðurnir litu allir brúnaþungir á
strák og þrumuðu hver ofan í annan: „Mamma var ekki búin að hvað?“
Stráksi endurtók setninguna, algjörlega bláeygður og grunlaus um eigin
glæp. Þá varð uppi fótur og fit vegna kæruleysislegs orðalags unglingsins og
hófu nú bræðurnir langa fyrirlestra, hver í sínu horni, um ambögur þær og
málfarsglæpi hverskonar sem æskan nú til dags gerir sig stöðugt seka um og
grefur undan þeirri gullaldartungu sem íslenskan er. Að lokum hreytti einn
bræðranna út úr sér með þjósti: „Það var aldrei nein dyrabjalla heima, fólk
bankaði eða gekk bara beint inn.“
Ég tel víst að næstum allir þeir sem voru inni í stofunni þegar þessar
umræður fóru fram hafí misst af inntakinu í hinu skemmtilega innskoti
stráksins. Hann hafði heyrt mömmu sína segja frá því að þegar hún kom
keifandi upp að húsi afa gamla akandi barnavagni á undan sér og sá gamli
sá hana út um eldhúsgluggann, hefði hann flýtt sér að gefa í spil til að enginn
tími færi til spillis. Mér er til efs að stráksi noti sögnina „að dingla“ framar,
að minnsta kosti gerir hann það ekki þegar fullorðnir heyra til. En hann gekk
hinsvegar hnípinn út úr stofunni eftir þessa tilraun sína til að leggja orð í
belg og fmnst hann örugglega ekki kunna neitt í íslensku.
Þar sem undirrituð er sennilega búin að brenna allar brýr að baki sér og
mun héðan í frá vera brennimerktur landráðamaður, sé ég mér ekki annað
fært en að bera hönd fýrir höfuð mér. Menn skyldu ekki misskilja orð mín
sem svo að mér fmnist að allir eigi að tala samhengislaust í belg og biðu, nota
útlend orð og orðasambönd óbreytt og gleyma í rólegheitum að beygja eftir
kynjum og í föllum. Það hlýtur líka að vera sjálfsagt mál að leiðrétta börn á
máltökuskeiði og unglinga effir hendinni en þó ekki þannig að úr verði
niðurlægjandi leiðindi. Islenska er og á að vera tunga sem ber í sér hug-
myndaauðgi, frjósemi og endurnýjun. Megi ekki taka ný orð og jafnvel ný
mannanöfn inn í íslenskuna og laga að beyginga- og hljóðkerfinu, sitjum við
uppi með gelda tungu. Sem betur fer held ég að málhreinsunarmönnum geti
aldrei orðið að þeirri ósk sinni að allur almenningur tjái sig eingöngu með
þeim orðum sem þeir telja nógu göfugrar ættar til að fá inngöngu í orða-
forðann eða með hinum fagra norðlenska framburði.
Og er það ekki einkennilegt að þjóð sú sem með stolti kallar sig „sagna-
þjóðina“ og er hreyknust yfir þeim bókmenntaarfi sem fræðimenn telja
margir að sé kominn beinustu leið úr munnlegri geymd, skuli telja talmál
vera hálfgert plat en hið skrifaða orð eina raunverulega alvörumálið?
í fyrri ádrepu sinni segir Ólafur Halldórsson um samtal Úlfhildar og
Steinunnar:
TMM 1998:1
103