Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 8
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7
Fyrst þetta ...
Eldaðu
maður!
Norðursigling á Húsavík
Bókaútgáfan Salka fagnaði á
dögunum útkomu bókarinnar
Eldaðu maður! eftir Tómas
Möller framkvæmdastjóra.
Vel fór á því að halda hófið
í versluninni Fiskisögu á
Dalvegi í Kópavogi. Eins og
titillinn gefur til kynna er bókin
eingöngu fyrir karlmenn en
í henni er að finna einfalda
rétti fyrir menn sem hafa átt
í nokkrum erfiðleikum við
að rista brauð, laga tebolla
eða sjóða egg. Réttirnir eru
fljótlegir, gómsætir og hollir.
Ráðin í bókinni eru sniðug
og til þess fallin að heilla
eiginkonur og kærustur upp
Hvalaskoðunarfyrirtækið
Norðursigling á Húsavík hlaut
nýlega Nýsköpunarverðlaun
Samtaka ferðaþjónustunnar
fyrir árið 2007. Verðlaunin voru
afhent við hátíðlega athöfn á
Hilton Reykjavík Nordica.
Norðursigling hlaut
verðlaunin fyrir að byggja
upp ferðaþjónustu úti á
landsbyggðinni með sterkri
stjórn og skýrri sýn.
Norðursigling hefur gert
hvalaskoðun að eftirsóknarverðri
afþreyingu á Íslandi. Stefna
fyrirtækisins er mörkuð hugsjón.
Fyrirtækið hefur sýnt að með
réttri hugmynd, markaðri stefnu
og eljusemi má skapa ákveðnum
stað á landsbyggðinni slíka
ímynd að nauðsynlegt þyki að
sækja hann heim. Samfélagsleg
áhrif Norðursiglingar á Húsavík
eru mikil.
Tómas Möller segir:
fyrir nokkrum árum. „Þar
var skemmtilegur hópur af
mönnum sem vildi læra að
elda vegna þess að þeir voru
svangir og orðnir leiðir á
skyndibitum,“ segir Tómas
Tómas Möller ásamt ritstjórum bókarinnar, Bjarna Brynjólfssyni og Oddnýju Magnadóttur.
úr skónum. Tómas kunni
sáralítið í matreiðslu áður
en hann fór með nokkrum
öðrum karlmönnum á
matreiðslunámskeið hjá
Námsflokkum Reykjavíkur
og bætir því við að karlmenn
eigi að gerast herrar í eigin
eldhúsum enda sé matreiðsla
líka kölluð eldamennska.
„Byrjaðu strax í dag og eldaðu
eins og maður.“
Kristján Möller samgönguráðherra afhendir Herði Sigurbjarnarsyni,
framkvæmdastjóra Norðursiglingarn nýsköpunarverðlaun SAF 2007.
Nýsköpunarverðlaun SAF: