Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 15
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 1 Forsíðuviðtal síma?“ Ég hripaði niður hugmyndina og var meira í gríni en alvöru að spá í hvernig sagan hefði orðið ef Júdas hefði verið með farsíma. Hugmyndin var þess eðlis að ég átti alls ekki von á að hún félli í góðan jarðveg hjá félögunum í vinnunni en kynnti hana samt fyrir þeim og þeir urðu mjög hrifnir. Næsta skref var að kynna hugmyndina fyrir fulltrúum Símans, og þar á bæ fannst mönnum þetta bæði óvenjuleg og skemmtileg nálgun. Þeir voru að vísu aðeins smeykir við viðbrögðin þar sem trúmál eru í forgrunni en fannst hins vegar ákveðinn trúverðugleiki vera falinn í raunverulegri persónu minni, þar sem ég er meðal annars þekktur fyrir að vera trúaður. Sú staðreynd kæmi í veg fyrir þann möguleika að fólk teldi að verið væri að ráðast gegn kristinni trú. Ég ræddi í kjölfarið við nokkra fulltrúa trúarsafnaða og viðraði hugmyndina til þess að kanna viðbrögð fólks, ég fór einnig á Biskupsstofu og óskaði eftir viðtali við Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar. Ég kynnti honum þessa auglýsingahugmynd, lék atriðið fyrir hann og við ræddum málin í kjölfarið. Karl tók ekkert illa í þetta en vildi leita álits annarra. Þeim fannst þetta jú alveg á mörkunum og ég vissi það náttúrlega. Það var mín tilfinning eftir fundinn að þetta væri í lagi, það var enginn sem reyndi að stöðva mig; fá mig ofan af því að framkvæma hugmyndina. Ég leitaði líka álits ýmissa presta og guðfræðinga í þeim tilgangi að fá álit þeirra á því hvort um guðlast væri að ræða, en þeir töldu það af og frá. Nú, það var tekin ákvörðun um að kýla á þetta. Auglýsingin var tekin upp á einum degi í Portúgal og framleidd af Saga Film og Production Portugal. Margt fagfólk stóð að henni enda ber útkoman því glæsilegt vitni. Ég var með talsverða persónulega aðkomu að auglýsingunni því ég tók að mér að verða fyrir svörum ef til umræðna kæmi. Mér fannst það sjálfsagt og bara gaman ef fólk vildi ræða málið á trúarlegum forsendum. En auðvitað er svona verkefni afrakstur hópvinnu. Ég hafði þó ekki séð fyrir þessi miklu tilfinningalegu viðbrögð sem urðu við auglýsingunni. Karl Sigurbjörnsson biskup brást illa við og sagði að auglýsingin væri ósmekkleg og lágkúruleg. Opinber viðbrögð hans komu mér mjög á óvart. Í sannleika sagt hélt ég að allir skildu svona húmor, nema kannski nokkrar gamlar konur.“ „Mér finnst auglýsingaheimurinn mjög áhugaverður og skemmtilegur vettvangur fyrir mig sem grínista. Fólk hefur oft skringilegar og neikvæðar hugmyndir um auglýsingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.