Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 16
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Telurðu að húmor sé nauðsynlegur í auglýsingum eða getur slík skemmtun skyggt á sjálf skilaboðin? „Síma-auglýsingin með síðustu kvöldmáltíðinni er þess eðlis að hún hefði hæglega getað verið atriði í Fóstbræðrum en með því að útfæra hugmyndina í auglýsingu eru mun meiri möguleikar á fjármagni til verksins auk þess sem það fær meira áhorf. Framleiðslu á sjónvarpsefni hér á landi hefur verið sniðinn afar þröngur stakkur. Ég hef margoft séð fyndnar auglýsingar og man vel eftir þeim en ekki hvað var verið að auglýsa. Þannig geta þær orðið of absúrd og hætt að þjóna þeim tilgangi að fræða og upplýsa um ákveðna þjónustu eða vöru. Sem hugmyndasmiður verður maður að reyna að forðast slíkt til hins ýtrasta og búa þannig um hnútana að fólk hafi skýra tengingu við það sem er verið að auglýsa. Einnig verður að gæta þess að auglýsingar séu ekki of almennar, t.d. ef verið er að auglýsa sérstakan leðurjakka, mega skilaboðin ekki verða þannig að það sé bara almennt töff að ganga í leðurjakka, heldur þessari umræddu, ákveðnu tegund. Sumar auglýsingar verða alltof almennar sem er mikil synd því oft er miklu kostað til þeirra. Ég lít á sjálfan mig sem grínista, listamann, og hef því ákveðnar og miklar skoðanir á gríni. Það er ákveðin tegund leiklistar að nota kómedíu til að koma skilaboðum á framfæri líkt og aðrir listamenn gera. Mér finnst auglýsingaheimurinn mjög áhugaverður og skemmtilegur vettvangur fyrir mig sem grínista. Fólk hefur oft skringilegar og neikvæðar hugmyndir um auglýsingar, eins og að hjá auglýsingastofum starfi illgjarnt fólk sem hafi að leiðarljósi að afvegaleiða samborgara sína. Það er að sjálfsögðu alls ekki málið. Auglýsingar eru einfaldlega leið til að kynna vörur eða þjónustu auk þess sem þetta er bara tími á milli dagskrárliða í sjónvarpi sem getur verið mjög skemmtilegur. Gagnvart auglýsingum ríkja ranghugmyndir og fordómar rétt eins og verið hefur gagnvart gríni hér á landi. Það sjónarmið hefur tíðkast í okkar menningu að gleði og grín sé einhvers konar merki um greindarskort. Kímnigáfa er hins vegar einmitt gáfa, hæfileiki sem á fullan rétt á sér. Ég myndi gjarnan vilja sjá grín hafið til vegs og virðingar í samfélaginu og lífinu almennt.“ Hvers konar auglýsingar hitta í mark? „Þær þurfa fyrst og fremst að byggjast á metnaði. Það er mjög mikil kúnst að gera góða auglýsingu þannig úr garði að hún skili sem mestu fyrir auglýsendurna. Það er mikið komið undir metnaði þeirra sem að gerð hennar koma, metnaði til að veita toppþjónustu. Málið snýst alls ekki um að skjóta bara viðkomandi hugmyndasmiði eða auglýsingastofu upp á stjörnuhimininn í eitt augnablik – heldur gera eitthvað fyrir viðkomandi vöru. Það er lykilmálið. Á stofunni okkar hjá ENNEMM er einmitt mikil áhersla lögð á metnað til þess að skila árangri fyrir kúnnann. Hún hefur verið grínstofan í bransanum ef svo má segja og verið á léttum nótum. Hún framleiddi t.d. Lottóherferðina með Lýð Oddsson í fararbroddi, en þar var ég innanborðs. HiN ýMSu ANDLiT JóNS GNARR: Lýður Oddsson í Lottóinu. Georg Bjarnfreðarson í Næturvaktinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.