Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 35 Almannatengslafyrirtæki Elsta almannatengslafyrirtæki landsins er KOM (Kynning og markaður) sem er í eigu Jóns Hákonar Magnússonar, gamalreynds blaðamanns og fjölmiðlahauks, en það fyrirtæki var stofnað árið 1986. Hjá því fyrirtæki starfa aðrir þekktir fjölmiðlamenn, s.s. Þorsteinn G. Gunnarsson og Snorri Sturluson og þar vann til skamms tíma Sigurður Sverrisson sem farinn er utan til náms. Annar gamalreyndur í hettunni er Gunnar Steinn Pálsson, sem var auglýsingastjóri og blaðamaður við Þjóðviljann, en hann fór út í rekstur auglýsingastofu árið 1979 en síðustu tíu árin hefur hann starfrækt eigið almannatengsla- og kynningarfyrirtæki sem nefnist GSP samskipti. Annar fyrrum Þjóðviljamaður, sem hefur langa reynslu af kynningarmálum, er Einar Karl Haraldsson en hann var nú síðast ráðinn í starf ráðgjafa Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Þeir Gunnar Steinn og Einar Karl hafa um árabil verið ráðgjafar Kaupþings í almannatengslamálum. Af öðrum stærri almannatengslafyrirtækjum landsins má fyrst nefna Athygli ehf. sem stofnað var árið 1989 en fyrirtækið er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri. Þar halda um stjórnvölinn fyrrum blaða- og fréttamennirnir Valþór Hlöðversson og Atli Rúnar Halldórsson. Aðrir starfsmenn úr fjölmiðlastétt eru m.a. Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Óskar Þór Halldórsson og Sigurður Bogi Sævarsson. Þess má geta að Sigurður Bogi skrifar reglulega greinar í tímarit samhliða störfum sínum hjá Athygli. AP almannatengsl Annað stórt fyrirtæki á þessum vettvangi er AP almannatengsl ehf. sem er fyrirtæki Áslaugar Pálsdóttur. Hún er með meistaragráðu í almannatengslum og hefur því nokkuð annan bakgrunn en flestir aðrir stjórnendur slíkra fyrirtækja. Hjá AP almannatengslum starfa m.a. fyrrum blaðamennirnir Haukur L. Hauksson og Kristinn Jón Arnarson. Á Akureyri er starfrækt almannatengslafyrirtækið Fremri ehf. sem Bragi V. Bergmann, fyrrverandi ritstjóri Dags, stofnaði á sínum tíma. Af nýrri almannatengslafyrirtækjum er hægt að nefna til sögunnar Íslensk almannatengsl ehf. sem Ómar R. Valdimarsson stofnaði en hjá því fyrirtæki starfar m.a. Sigurður Sigurðarson sem margreyndur er í útgáfustarfsemi. Bæjarútgerðin ehf. er nýlegt ú r b l a ð a m e n n s k u í a l m a n n a t e n g s l ALMANNATENGLAR ÍSLANDS eggert Skúlason. Ásgeir Friðgeirsson. erna Indriðadóttir. ÞAU ERU Á MEÐAL 34 FRÉTTAMANNA SEM SINNA NÚ ALMANNATENGSLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.