Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 78
Lífsstíll 78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Svo mörg voru þau orð „Það er alveg sama hver staðan er, þeir segja alltaf sama hlutinn, sama hvort fjárfesting ríkisins er eitt eða tvö prósent af þjóðarframleiðslu. Það er sama hvort stóriðjuframkvæmdir eru í gangi eða að hætta. Ég held að þetta hafi minnst með ríkisfjármálin að gera. Við erum með metafgang í ríkissjóði ár eftir ár.“ Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra um greiningu Standard & Poor's. Markaðurinn, 21. nóvember. „Trúverðug peningastefna er lykilforsenda þess að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu og þess að hægt sé að draga úr hagsveiflum á Íslandi. Hún er einnig til þess fallin að draga úr óæskilegum áhrifum gengissveiflna á innlent efnahagslíf. Allar hugmyndir um að fjölga markmiðum peningastefnunnar eða takmarka sjálfstæði Seðlabankans eru líklegar til þess að grafa undan þessum trúverðugleika sem mun skaða hana og íslenskt efnahagslíf til langframa.“ Þórarinn G. Pétursson, starfsmaður Seðlabanka Íslands og dósent við Háskólann í reykjavík. Markaðurinn, 14. nóvember. ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, stundaði meistaranám í iðnaðarverkfræði við Boston University á árunum 1997- 1999. Hann segir að Boston sé sín uppáhaldsborg. „Boston er mjög falleg borg, hún er vinaleg, skemmtileg, lifandi og passlega lítil. Þægilegt er að komast allra sinna ferða gangandi eða með lestunum. Það er mikið líf í kringum Charles-ána og skemmtilegar verslanir eru í miðbænum.“ ragnar Þór nefnir sérstaklega Back bay hverfið þar sem hann bjó og hina frægu götu Newbury Street. „Boston hefur byggst svolítið í kringum háskólana í borginni en í skólunum er fólk alls staðar að úr heiminum. Ég kynntist til að mynda mörgum indverjum og Kínverjum.“ Fyrir utan Boston University er Harvard-háskóli og Mit hvað þekktastir. ragnar fylgdist með íþróttum á námsárunum og fór reglulega á hafnabolta- og körfuboltaleiki. „Ég vildi óska þess að íþróttaliðin í Boston hefðu getað eitthvað þegar ég var úti.“ Hann les mikið og á námsárunum átti hann til að gleyma stað og stund í bókabúðum Waterstones og Barnes & Nobles sem eru ævintýri líkastar. Forstjóri Öryggismið- stöðvarinnar hefur kynnst Boston á annan hátt eftir að hann lauk námi en hann fer þangað reglulega. Hann borðaði á ódýrum veitingastöðum á námsárunum en síðan hefur hann bragðað á dýrindis réttum á betri stöðum. Hann er nýkominn frá Boston. „Ég var í brúðkaupi hjá Íslendingi sem kynntist Boston-dömu á námsárunum.“ Ragnar Þór Jónsson. „Boston er mjög falleg borg, hún er vinaleg, skemmtileg, lifandi og passlega lítil.“ Uppáhaldsborgin: VInAlEg, sKEmmTIlEg og lIfAndI Úr Frjálsri verslun fyrir 27 árum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.