Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 41 á meðan skilyrði eru hagstæð græðir mest á uppsveiflunni. Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar hafi almennt gengið harðar fram í því að taka lán til að kaupa erlend fyrirtæki. Til dæmis hafa íslensku bankarnir vaxið á þessu tímabili úr því að vera fyrst og fremst innlendar lánastofnanir í að komast á lista yfir stærstu banka í heimi. En hvers vegna nýttu íslensk fyrirtæki sér aðstæður svona vel? Gæti verið að Íslendingar séu bjartsýnni en erlendir fjárfestar og skirrist síður við að grípa áhættusöm tækifæri? Það er nær ómögulegt að svara þessari spurningu með nokkurri nákvæmni en hér á eftir verða rakin þrjú dæmi sem benda til að það gæti verið raunin. Viðbrögð við tilkynningum um yfirtökur Samkvæmt nýlegri rannsókn um samruna og yfirtökur íslenskra fyrirtækja sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál2 hækkar hlutabréfaverð á íslenskum markaði um tæp 7% þegar um meiri háttar yfirtöku eða samruna er að ræða. Til dæmis hækkaði hlutabréfaverð Iceland Group um 14% í júlí 2004 þegar fyrirtækið tilkynnti yfirtöku á Seachill í Bretlandi. Þá hækkaði hlutabréfaverð Landbankans um 5% í febrúar 2005 þegar tilkynnt var um yfirtöku á Teather and Greenwood í Bretlandi. Niðurstöður erlendra rannsókna benda hins vegar til þess að skammtímaáhrif á hlutabréfaverð þess fyrirtækis, sem eftir stendur þegar yfirtaka eða samruni hefur átt sér stað, séu almennt lítil og leiði jafnvel til lækkunar á hlutabréfaverði þess. Þá benda erlendar rannsóknir jafnframt til þess að samlegðaráhrif séu að meðaltali ofmetin og því lækkar hlutabréfaverð yfirtökufyrirtækis gjarnan þegar mælt er þriggja til fimm ára tímabil eftir að yfirtöku lýkur. Væntingar íslenskra fjárfesta til erlendra yfirtaka eru því ef til vill í bjartsýnna lagi samanborið við erlenda fjárfesta. Markaðsvirði fjárfestingarsjóða Í grein í Hagmálum árið 2006 fjallaði undirritaður um verðlagningu á íslenskum fjárfestingarsjóðum3. Sú umfjöllun leiddi í ljós að markaðsvirði fjárfestingarsjóða var tæplega 40% hærra en hreint markaðsvirði eigna sem fjárfestingarsjóðurinn átti. Staðan er svipuð núna en samkvæmt nýlegri úttekt Kaupþings er markaðsvirði FL Group tæplega 50% hærra en markaðsvirði nettó eigna4. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er þessu öfugt farið en þar er markaðsvirði fjárfestingarsjóða að meðaltali 10-15% lægra en markaðsvirði hreinna eigna5. Það er ekki auðvelt að færa rök fyrir því hvers vegna markaðsvirði íslenskra fjárfestingarsjóða er svona hátt, einkum vegna þess að eignasafn þeirra er birt opinberlega og þar eru nær einungis eignir sem ganga kaupum og sölum á opnum markaði. Fjárfestar geta því hæglega hermt eftir fjárfestingum sjóðsins á hagkvæmari hátt heldur en að fjárfesta í sjóðnum sjálfum. „kennitölu-arbitrage“ Í umræðunni um yfirtökur íslenskra fyrirtækja erlendis hefur verið bent á að ein skýring á þeim sé sú að verið sé að spila á kennitölur fyrirtækjanna. Þetta fyrirbæri er þekkt erlendis frá og oft kallað V/H leikur eða „kennitölu-arbitrage“. Eftir því sem V/H gildið er hærra því meira er markaðurinn tilbúinn að greiða fyrir hlutabréf fyrirtækisins. Íslensk fyrirtæki reyna því að kaupa erlend fyrirtæki sem eru með lægra V/H gildi en þau sjálf í von um að gildið á sameinuðu félagi hækki til jafns við það sem það var á íslenska markaðnum fyrir yfirtökuna. Hvort íslensk fyrirtæki hafi farið í samruna og yfirtökur með þetta að markmiði skal ósagt látið en það eru til dæmi sem styðja þessa hugmynd. Bakkavör yfirtók breska fyrirtækið Geest í lok árs 2004. Árið 2003 var V/H hlutfall Geest 12,5 og á sama tíma var V/H gildi Bakkavarar 19,1. Ef gengi Bakkavarar hefði haldist óbreytt eftir samruna þá hefði V/H gildi sameinaðs félags verið jafnt vegnu meðaltali þessara félaga. Hins vegar hækkaði gengi Bakkavarar umtalsvert í kjölfar sameiningar og árið 2005 var V/H gildið orðið 18,5, sem er í takt við verðlagningu á íslenskum markaði. Of mikil bjartsýni? Eins og áður kom fram er ekki hægt að svara með neinni vissu þeirri spurningu hvort íslenskir fjárfestar séu of bjartsýnir. Þess ber jafnframt að geta að bjartsýni þarf alls ekki að vera ókostur. Hún getur þvert á móti verið undirstaða þess að menn þori að taka áhættu og freisti þess að ná árangri. Það verður hins vegar að teljast líklegt að íslenski markaðurinn þróist ennþá frekar í átt að erlendum mörkuðum á komandi árum og því verði varasamt fyrir fjárfesta að styðjast áfram við forsendurnar sem raktar voru í dæmunum hér að framan. 1 Þór Sigfússon (2000), „Landnám – útrás íslenskra fyrirtækja“, Fjölsýn Forlag. 2 Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson (2007), „Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði“, Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. 3 Kári Sigurðsson (2006), „Binda íslenskir fjárfestar óhóflegar væntingar til fjárfestingar- sjóða?“, Hagmál 45. tölublað. 4 Kaupþing (2007), „FL Group hf. – Still trading at high multiples“, 4. júní. 5 Gott yfirlit er að finna í Dimson, E. og C. Minio-Paluello (2002), „The Closed-End Fund Discount“, The Research Foundation of AIMR. s t j ó r n u n ERu ÍSlEnSkiR FjÁRFEStAR OF BjARtSýniR? Í umræðunni um yfirtökur íslenskra fyrirtækja erlendis hefur verið bent á að ein skýring á þeim sé sú að verið sé að spila á kennitölur fyrirtækjanna. Þetta fyrirbæri er þekkt erlendis frá og oft kallað V/H leikur eða „kennitölu- arbitrage“. s ei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.