Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 ÞAU REKA BLEND-VERSLANIR Á ÍSLANDI OG Í DANMÖRKU: Hilmar Binder og Laufey Stefánsdóttir reka BLEND- verslanir í tveimur löndum – Íslandi og Danmörku. Hjónin Hilmar Binder og Laufey Stefánsdóttir reka þrjár BLEND-verslanir á Íslandi og tvær í Danmörku. Þau voru fyrsta fólkið sem opnaði slíka verslun en nú eru um 150 BLEND-verslanir í 12 löndum. Verslanirnar á Íslandi eru á lista yfir fimm best reknu BLEND-verslanir í heiminum. Á TOPP-FIMM LISTANUM tEXti: sVaVa JÓnsDÓTTir • myndir: geir ÓLaFsson H ilmar Binder og Laufey Stefánsdóttir hafa staðið í innflutningi og sölu á fatnaði í tæp 15 ár eða síðan þau fjárfestu í fyrstu verslun sinni í Kringlunni í byrjun árs 1993. Fyrir þann tíma rak Hilmar og átti tölvuleikjaverslanir ásamt eigendum Tæknivals. Laufey hafði um árabil unnið í versluninni Sautján og haft brennandi áhuga á verslun með fatnað þegar hugmyndin um að demba sér í rekstur tískuverslunar kom fyrst upp hjá þeim hjónum. Hjónin hófu rekstur heildsölu fljótlega eftir að þau fóru út í verslunarrekstur. Hilmar sá aðallega um heildsöluna en Laufey um verslunina. „Þetta byrjaði smátt,“ segir Hilmar en hjónin keyptu mikið af flíkum í London og París fyrir verslunina auk þess sem þau keyptu með aðrar verslanir í huga. „Ég fyllti bílinn reglulega af alls kyns hlutum, keyrði í kringum landið og seldi. Við fengum fljótlega umboð fyrir Lee Cooper gallabuxur og þá byrjaði gallabuxnasalan hjá okkur. Á tímabili hafði heildsalan um 12-15 vörumerki héðan og þaðan, svo sem frá London, París, Ítalíu og Spáni.“ Í dag er heildverslunin, Móðins, rekin að hluta til fyrir BLEND- verslanir hjónanna hér á landi auk þess sem þau selja BLEND-fatnað og skó í um 30 aðrar verslanir víðs vegar um landið. Ævintýrið hófst fyrir alvöru árið 1998 þegar Hilmar var staddur á vörusýningu í Köln í Þýskalandi. „Ég hafði ekkert að gera síðasta daginn sem var sunnudagur og var á rölti um sýningarsvæðið þegar ég hitti við einn sýningarbásinn forstjóra BLEND sem stofnaði fyrirtækið fyrir 12 árum sem framleiðslu- og heildsölufyrirtæki. Eftir að hafa heilsað manninum og kynnt honum hvaðan ég væri var nánast eins og hann hefði tekið einhliða ákvörðun um að eiga við mig viðskipti. Þetta var örlagarík stund fyrir mig því að fljótlega tókust með okkur samningar um dreifingu og markaðssetningu BLEND á Íslandi.“ Þegar Hilmar hitti hann við básinn í Köln störfuðu átta manns hjá fyrirtækinu. Í dag er BLEND í eigu stórfyrirtækisins BTX Group sem er annað stærsta fyrirtækið í fatageiranum í Danmörku og eru starfsmenn í höfuðstöðvum BLEND um 250. Um 35-40% af v e r s l u n a r r e k s t u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.