Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 47 l íftæknifyrirtækið ORF Líftækni eða ORF Genetics, eins og fyrirtækið nefnist á ensku, stendur á tímamótum um þessar mundir. Eftir sjö ára rannsókna- og þróunarstarf hillir nú undir að sala og markaðssetning á afurðum félagsins geti hafist. Nýlega var skrifað undir samstarfssamning ORF Líftækni og Sinopharm, sem er stærsta samsteypa lyfjafyrirtækja í Kína, um þróun, framleiðslu og sölu á líftæknilyfjum. Til marks um stærð kínverska fyrirtækisins má nefna að á árinu 2004 námu sölutekjur þess af lyfja- og lækningatækjum alls um 147 milljörðum króna. ,,Fyrirtækið var stofnað um áramótin 2000- 2001 og það hefur tekið allan tímann síðan að þróa Orfeus framleiðslukerfið okkar,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við höfum þurft að prófa okkur áfram með tæknina sem við beitum og sérstaklega höfum við orðið að breyta ýmsu í bygginu þannig að það geti framleitt þau prótein sem við erum að sækjast eftir. Það er hins vegar ekki nóg að búa til byggplöntu sem framleiðir eitt, nýtt og sérvirkt prótein heldur höfum við líka orðið að þróa sjálfa ræktunartæknina fyrir byggið. Þá tækni höfum við nú tekið í notkun í nýja gróðurhúsinu okkar í Grindavík,“ segir Björn. Hann upplýsir að um þessar mundir sé fyrirtækið með 98 sérhæfð prótein á þróunar- og framleiðslustigi, en umrædd prótein eru svokallaðir vaxtarþættir (growth factors) úr manninum. Þeir eru framleiddir undir vörumerkinu ISOkine. Helsti markaðurinn fyrir þessa vaxtarþætti er í ýmiss konar rannsóknum, s.s. stofnfrumrannsóknum og krabbameinsrannsóknum, en þá má einnig nota í margvísleg lyf. Að sögn Björns er ORF Líftækni nú komið með alla þá vaxtarþætti sem eru á markaði í dag sem lyf og einnig flesta þá sem notaðir eru innan rannsóknamarkaðarins. Byltingin byggist á byggi Það segir sig sjálft að á bak við vinnu sem þessa er ákaflega flókið þróunar- og framleiðsluferli. Búa BYltinGin BYGGiSt Á BYGGi ORF Líftækni­ er einstakt fyrirtæki. Nýlega gerði það samning við kínverska lyfjarisann Sinopharm um þróun lyfja sem byggist á því að þróa sérhæfða vaxtarþætti í fræjum byggplantna. Ef vel tekst til getur samningurinn tryggt ORF Líftækni milljarða í aðra hönd. Kína er enginn smámarkaður. o r f l í f t æ k n i texti: eiríkur st. eiríksson • Myndir: geir ólafsson o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.