Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Kvikmyndin The Secret og samnefnd bók sem kom í kjölfarið og var þýdd yfir á íslensku fyrr á árinu undir nafninu Leyndarmálið hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Kristján Viðar vill þó taka fram að kvikmyndin gefi ekki rétta mynd af því sem Canfield stendur fyrir. „Ég held að sumir hafi skilið myndina sem svo að maður sitji bara afslappaður og hugsi velgengnina til sín. En þetta er alls ekki svo einfalt. Auðvitað þarf maður sjálfur að vera virkur en vissulega hjálpar til að sjá hlutina fyrir sér, setja sér markmið og svo framvegis. Canfield hafði kennt þessi fræði í mörg ár áður en hann kom fram í kvikmyndinni. Á vissan hátt má segja að fólk eins og hann hjálpi manni við að færa boðskapinn úr myndinni skrefi lengra, en myndin er vissulega góð til að opna augu fólks. Það er eins og sumum finnist þeir bara vera skip í hafsjó sem rekur undan þeim vindum sem blása hverju sinni, eins og þeir séu ekki við stjórn- völinn í sínu eigin lífi. En kannski höfum við meira um þetta að segja en við gerum okkur grein fyrir.“ the Success Principles Canfield hefur gefið út mikinn fjölda bóka um ýmiss konar sjálfsstyrkingu og árang- urssálfræði. Námsstefnan hér á landi tekur einn dag og fer fram í Háskólabíói. „Þetta er ekki dagur um The Secret, eins og ein- hverjir kunna kannski að halda,“ segir Krist- ján Viðar. „Uppistaðan í námsstefnunni er bókin The Success Principles sem kom út árið 2005. Í umsögn um bókina hefur verið talað um að þarna hafi loksins einhver safnað saman öllum lögmálum velgengninnar og búið til eina biblíu. Mér finnst þessi bók rosalega góð og flestir sem ég veit um að hafi lesið hana eru mjög hrifnir.“ Kristján Viðar segir það hafa mikið að segja að Jack Canfield var sjálfur óhræddur við að beita hinum ólíkustu ráðum til að ná vel- gengni í gegnum tíðina. „Í bókinni The Alladin Factor fjalla Canfield og Mark Victor Hansen um hversu mikilvægt það sé að spyrja um það sem mann langar að vita, fá, skilja og svo framvegis og hvernig sigrast megi á þeim hindrunum sem koma í veg fyrir að við berum okkur eftir hlutunum á áhrifaríkan hátt. Þar er meðal annars sagt frá því þegar Canfield sagði upp þáverandi vinnu sinni til að stofna sitt eigið þjálfunarfyrirtæki fyrir athafnamenn, leiðtoga og aðra sem vildu ná hámarksárangri. Hann hringdi í Lou Tice sem var þekktur fyrir- lesari innan þessa sviðs á þeim tíma og sagðist vera aðdáandi hans. Hann óskaði eftir því að fá að vera bílstjórinn hans ef hann kæmi einhvern tímann til Los Angeles og fá í staðinn að spyrja hann spurn- inga og teyga af viskubrunni hans. Tice féllst á þetta fyrirkomulag og Canfield eyddi með honum hálfum degi og spurði hann ýmissa spurninga um hvernig hægt væri að ná árangri á námskeiða- og þjálf- unarmarkaðnum. Þannig fékk hann upplýsingar og ráð sem hann taldi þúsunda dollara virði og það var einfaldlega af því að hann bar sig eftir því.“ Aðspurður hverjir hann búist við að sæki námsstefnuna segist Kristján Viðar vita um fólk úr viðskiptalífinu sem muni mæta, en að námsstefnan gagnist í raun öllum sem hafa áhuga á að ná árangri á árinu 2008 á einn eða annan hátt. „Ég geri ráð fyrir því að fólk sem er í fyrirtækjarekstri vilji ná hámarksárangri og bæta hag bæði starfs- manna sinna og fyrirtækisins. Námsstefnan er í upphafi árs, fólk og fyrirtæki hafa sett sér markmið og ég sé bara fyrir mér að þetta sé upplögð hvatning fyrir hvern sem er.“ Hann bætir því við að ekki sé óalgengt að fyrirtæki sendi starfsfólk sitt á námsstefnur Brians Tracy eða jafnvel erlendis til að læra af fólki á borð við Anthony Robbins og því ætti tækifæri til að sjá Jack Canfield og læra af honum í Háskólabíói að vera mjög kærkomið. „Í boði verða miðar á misjöfnu verði, allt frá tiltölulega ódýrum miðum í lök- ustu sætin, yfir í dýrari miða í betri sæti, en þeim fylgir til dæmis bók, hádegisverður og fleira. Þannig að verðbilið er vítt og við erum í rauninni að opna fyrir þann möguleika að fólk sem að hefur áhuga á að fjárfesta í sjálfu sér geti komið og gert þetta líka, ekkert síður en fyrirtæki. Það er líka rétt að taka það fram að Háskólabíó er nú þannig að þó að sætin séu misgóð þá eru engin sæti vond.“ Kristján Viðar segir enn fremur að áherslur Canfields hér á landi muni að hluta til ráðast af samsetningu þess hóps sem sækir náms- stefnuna. „Ég læt honum í té upplýsingar um Ísland og íslenskt viðskiptalíf og hvað er að gerast hérna. Hann getur því metið hvað myndi henta okkur best. Íslendingar eru náttúrlega algjörlega einstakir að mínu mati, á svo margan hátt. Og það hefur verið mikill uppgangur í íslensku efna- hagslífi á undanförnum árum og því býst ég við að hann taki mið af því, þegar ljóst verður orðið hvernig hópur það er sem þarna verður saman kominn.“ Bækur Canfields hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál. Hann hefur ekki aðeins gefið út bækur um sjálfsstyrkingu, markmiðssetn- ingu, árangurssálfræði og skyld málefni, heldur einnig fjöldann allan af hljóð- og myndefni. „Allt sem hann hefur sent frá sér hefur selst eins og heitar lummur, enda er hann sérfræðingur í því að ná árangri og því ekki að furða að margir skuli vilja læra af honum. Þess utan býður hann upp á þjálfun á netinu og hefur að auki staðið fyrir ýmiss konar þjálfunarverkefnum í mörg ár. Þar á meðal er verkefni sem hann kallar Canfield Training Group, þar sem hann þjálfar leiðtoga og athafnamenn til að ná árangri,“ segir Kristján Viðar. Fyrirtæki kristjáns: new Vision New Vision, fyrirtæki Kristjáns Viðars, er með áform um fleiri fyrir- lestra og námsstefnur í kjölfar námsstefnu Canfields. Kristján Viðar Í bókinni the Alladin Factor fjalla Canfield og Mark Victor Hansen um hversu mikilvægt það sé að spyrja um það sem mann langar að vita, fá, skilja og svo framvegis og hvernig sigrast megi á þeim hindrunum sem koma í veg fyrir að við berum okkur eftir hlutunum á áhrifaríkan hátt. s t j ó r n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.