Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 39 ú r b l a ð a m e n n s k u í a l m a n n a t e n g s l Áslaug: Klárlega eru blaða- og fréttamenn vanir að vinna undir tímapressu og greina kjarnann frá hisminu eins og ég nefndi áðan. En þar með er ekki endilega sagt að þeir nái betri árangri en aðrir í þessum störfum. Megum við búast við því að sérmenntuðu fólki á sviði almannatengsla/kynningarstarfa fjölgi verulega á næstu árum? Áslaug: Já, þróunin hefur verið á þann veg. Áreitið er stöðugt að aukast og samskiptaleiðunum að fjölga. Stjórnendur gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi góðrar upplýsingagjafar og góðs orðspors. Árangursrík almannatengsl felast í að setja sér skýra stefnu með mælanleg markmið að leiðarljósi. Við þurfum fólk með mismunandi bakgrunn og fjölþætta menntun og starfsreynslu til þess að sinna þessum störfum en þörf fyrir sérmenntað starfsfólk hefur og mun aukast. Þannig hefur þróunin verið erlendis og á ég ekki von á því að hún verði öðruvísi hér á landi. Jón Hákon: Já, mikið, ef þróunin á að verða hér eins og í grannríkjum okkar. Mikil þörf verður fyrir menntað fólk eins og ég nefndi áðan. Tekið skal fram að menntun ein og sér dugir ekki til að verða góður ráðgjafi á þessu sviði. Svo er alls ekki það sama að vera hæfileikaríkur fréttamaður og hæfileikaríkur almannatengill. Í hverju felst einkum starf almannatengils/blaðafulltrúa? Jón Hákon: Ég væri fljótari að segja þér hvað ekki felst í starfinu. Menntun, reynsla, útsjónarsemi, metnaður, ráðgjafarhæfileikar og þekking á öllum innviðum samfélagsins eru nauðsynlegur grunnur. Númer eitt, tvö og þrjú er svo að kunna að koma skilaboðum hratt og vel til réttra aðila. Áslaug: Starf ráðgjafa í almannatengslum hefur breyst mikið undanfarin ár samfara auknu áreiti, nýjum verkfærum og aðferðum við miðlun upplýsinga. Eftir stendur þó að stefnumótun og gildi á borð við heiðarleika og traust eru jafn mikilvæg og áður. Ráðgjafar í almannatengslum móta heildstæða stefnu í samskiptamálum fyrirtækja og stofnana gagnvart haghöfum, þ.e. viðskiptavinum, hluthöfum, starfsmönnum, fjölmiðlum eða öðrum sem fyrirtæki eða stofnanir eiga í samskiptum við. Í því sambandi störfum við oft náið með stjórnendum eða upplýsingafulltrúum innan fyrirtækja. Við greinum þá hópa sem upplýsingar eiga að ná til, forgangsröðum tækjum og leiðum sem nota á við upplýsingagjöfina og skoðum hvernig eiga má gagnvirk samskipti við þessa hópa. Meðal þeirra verkefna sem við fáumst við eru ráðgjöf, fjölmiðlatengsl, fjárfestatengsl, stjórn hvers kyns viðburða, útgáfa, endurmörkun, krísustjórnun og námskeið. Hvað með ímynd viðskiptavinanna? Er það hlutverk almannatengla að sjá um að hún sé í lagi? Áslaug: Tvímælalaust. Markmiðið ætti að vera það að ímynd og orðspor viðkomandi viðskiptavina séu í takt við raunveruleikann og gefi sem raunsannasta mynd af honum. Væntingar ættu sömuleiðis að taka mið af þessu. Traust og trúverðugleiki skipta öllu máli því hægt er að tengja orðspor árangri fyrirtækja og stofnana með beinum hætti. Jón Hákon: Við aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og samtök við að laga, breyta og styrkja ímynd sína. Við búum hana ekki til. Hún verður til á sínum forsendum á árum og áratugum. Í þessum málum er engin galdraþula til. Mikilvægt er að á milli stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa þeirra í almannatengslum ríki trúnaður og gagnkvæmt traust. Það er lykilinn að góðum árangri. Atgervisflótti eða eðlileg þróun? „Mörg fyrirtæki halda að það eitt sé nóg í almannatengslum að ráða „þekkt andlit“ eða „þekkt nafn“ og þá sé allt í góðum gír. Svo einfalt er málið ekki, því almannatengsl eru í eðli sínu ansi frábrugðin fréttamennsku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.