Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 p i s t i l l s i g r ú n a r d a v í ð s d ó t t u r Slim styður þróun fremur en gjafir – og það var sneið til Warren Buffetts og Gates þegar Slim sagði nýlega að hann kysi frekar að byggja upp sterk fyrirtæki en „labba um og leika jólasveininn“. CARLOS SLIm HeLù f. 1940. Eignir Slims eru metnar á 59 milljarða Bandaríkjadala, milljarð meira en eignir Bill Gates stofnanda Microsofts. Allt bendir til að Slim verði í efsta sæti auðmannalista Forbes á næsta ári. Vöxtur eigna hans hefur verið mikill – talað um 64 prósenta vöxt 2006. 250 þúsund manns vinna í Slim-fyrirtækjum. Slim snertir líf flestra landa sinna mörgum sinnum á dag –sængurfötin þeirra, morgunbrauðið, sígaretturnar og geisladiskarnir eru úr fyrirtækjum hans. Þegar þeir hringja í farsímann eru 90% líkur á að símtalið fari um stöðvar Slims og sama er um netsamskipti og önnur símasamskipti. Þeir keyra á vegum sem hann hefur lagt og drekka vatn úr vatnsveitum sem hann hefur byggt. Þeir tryggja að öllum líkindum bílinn hjá tryggingarfélagi hans, fjármagna húsakaup með aðstoð Slims, sækja til hans heilbrigðisþjónustu og á kvöldin horfa flestir Mexíkóbúar á sjónvarp á stöð sem Slim á. Leiðir Slims og Baugs liggja saman í Saks Fifth Avenue – Baugur á 8,5% og hefur lýst yfir áhuga á kaupa fyrirtækið í samfloti með fleiri fjárfestum. Slim á 9% í fyrirtækinu og lætur sig örugglega varða hvernig framvindan í hugsanlegri yfirtöku verður – hann er venjulega afskiptasamur fjárfestir þar sem hann á verulegan hlut. Eins og Baugur hefur Slim áður farið flatt á fjárfestingum í bandarískum búðum – mistök Slims voru tölvubúðakeðjan CompUSA. Carlos Slim er orðinn umsvifamikill í góðgerðar- starfsemi og hefur lofað að gefa tíu milljarða dala næstu árin. Bill Clinton hefur kallað Slim gjöfulasta og minnst þekkta mann í heimi. Hann hefur gefið100 milljónir dala í Clinton-stofnunina til að draga úr fátækt í Suður-Afríku og stutt við bakið á Nicholas Negroponte í átaki hans um „One Laptop Per Child“. Almennt styður Slim fremur þróun en gjafir – og það var sneið til Warren Buffetts og Gates þegar Slim sagði nýlega að hann kysi frekar að byggja upp sterk fyrirtæki en „labba um og leika jólasveininn“. í Mexíkóborg, sem hann hefur lagt fé til, er líka umdeild. Gagnrýnendur hans hnykkja á að auðmenn eins og Slim, sem hafi notið góðs af pólitískum samböndum, haldi aftur af þróun Mexíkó og annarra landa í Suður-Ameríku. Samheldin fjölskylda Slim hefur sagt frá því með stolti að þegar hann þurfti að fara í hjartaaðgerð 1997 hafi enginn tekið eftir því af því synir hans hafi þegar verið komnir nægilega vel inn í reksturinn til að vera sjálfbjarga á því sviði. Veldi hans er fjölskyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu – hann á þrjá syni sem eru allir í rekstrinum, sama er með tengdasynina þrjá og annars eru það aðrir nákomnir Slim sem sjá um reksturinn. Elsti sonurinn Carlos yngri stendur á fertugu og stýrir Grupo Carso. Marco Antonio er ári yngri og hefur stýrt Inbursa tryggingarfélaginu síðan hann var 24 ára. Patrick er sá yngsti, 38 ára, og rekur América Móvil sem er það Slim-fyrirtæki sem hefur vaxið einna mest undanfarið og á því einna ríkastan þátt í því að gera pabbann að ríkasta manni heims. Þar sem synir og tengdasynir hafa verið á kafi í rekstrinum með pabbanum á uppgangstímunum undanfarinn áratug er ljóst að velgengnin er ekki síst að þakka velheppnaðri samvinnu þeirra. Fjölskyldan er samheldin, fer í frí saman og synir og tengdasynir hittast í mat hjá pabba á hverju mánudagskvöldi. Soumaya, kona Slims, lést 1999. Þau hjónin áttu stórt safn listaverka og Slim hefur sett megnið af því í safn sem hann stofnaði og skýrði í höfuðið á eiginkonu sinni. Að spönskum sið bera synirnir eftirnöfn föður og móður og heita því allir Domit Slim. Slim lítur út eins og hægt er að ímynda sér suðuramerískan mógúl, með vindil og vömb. Líkt og Ivar Kamprad eigandi Ikea hefur Slim orð á sér fyrir að vera samansaumaður. Það er ekki verið að leggja milljónir í skrifstofuinnréttingarnar, og eigandi símatæknifyrirtækjanna hefur aldrei komist upp á lag með að nota tölvur. Hann er frægur fyrir að vera bæði talnaglöggur og ljónminnugur á tölur, hvort sem eru viðskiptatölur eða úrslit í hornaboltaleikjum sem hann er einlægur áhugamaður um. Hann mætir á fundi með blað þar sem hann hefur skrifað niður þær tölur sem skipta máli og er frægur fyrir bæði að hafa tölurnar á hreinu, vera fljótur að átta sig á tölum sem eru lagðar fyrir hann og óþreytandi að spyrja menn út úr um það sem honum þykir skipta máli, alveg niður í minnstu smáatriði. Aðhaldssemi hans hefur einnig komið fram í viðskiptunum því hann er þekktur fyrir að vera mjög meðvitaður um kostnað og góður í að borga ekki of mikið fyrir fyrirtæki. Þess vegna er skuldsetning með eindæmum lág í viðskiptaveldi hans – það er ekki grundvallað á neinum ofurlánum og því líklegt að veldi hans sé ekki mjög næmt fyrir yfirstandandi samdrætti í fjármálageiranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.