Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 almannatengslafyrirtæki Sigurðar G. Valgeirssonar. Guðjón Pálsson, almannatengslaráðgjafi, veitir forstöðu fyrirtæki sem nefnist GreyTeam Íslandi eða GCI-GREY PR Íslandi, en það er hluti af hinu alþjóðlega almannatengsla- og ráðgjafarfyrirtæki Grey Global Group/WPP Group. Fjölmiðlafulltrúar stórfyrirtækja Áður hefur verið minnst á þá sem verið hafa blaða- eða fjölmiðlafulltrúar Flugleiða og annarra flugfélaga en mikill fjöldi góðra blaða- og fréttamanna hefur ráðið sig í störf hjá öðrum stórfyrirtækjum undanfarin ár. Nefna má nokkra. Sigurveig Jónsdóttir, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, starfaði m.a. um skeið sem kynningarfulltrúi Íslandsbanka. Guðrún Johnson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, vinnur náið með Sigurveigu að kynningarmálum. Erna Indriðadóttir (RÚV) er nú blaðafulltrúi Alcoa Fjarðaáls. Hrannar Pétursson (RÚV), sem var blaðafulltrúi Alcan starfar nú við svipuð verkefni hjá Vodafone. Hafliði Helgason (Fréttablaðið) er kynningarstjóri hjá Reykjavík Energy Invest. Eiríkur Hjálmarsson og Helgi Pétursson starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Kristján Kristjánsson (RÚV) hefur nú nýlega látið af starfi upplýsingafulltrúa hjá FL Group. Benedikt Sigurðsson (RÚV) er kominn til kynningarstarfa hjá Kaupþingi. Dögg Hjaltalín (Viðskiptablaðið) starfar nú hjá Eimskip. Geir Þorsteinsson starfar hjá Openhand. Árni Snævarr (Stöð 2) starfaði um skeið hjá Evrópusambandinu. Páll Benediktsson (RÚV) vinnur hjá Landic Properties (Stoðir) og nú nýlega var greint frá ráðningu Ólafs Teits Guðnasonar (Viðskiptablaðið) yfir á samskiptasvið Straums-Burðaráss. Þá eru um tvö ár síðan Jóhann Hlíðar Harðarson gerðist kynningarstjóri Háskólans í Reykjavík. Þess má geta að við þessi síðustu tíðindi skrifaði Egill Helgason eftirfarandi bloggfærslu á síðu sinni, Silfri Egils: „Blaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu. Það er til dæmis ferlegt að missa Davíð Loga og Ólaf Teit, tvo af flinkustu blaðamönnum Íslands. Þurfa fjölmiðlarnir ekki að gera meira til að halda í fólk af þessu kaliberi.“ Svo mörg voru þau orð en til upplýsinga má geta þess að umræddur Davíð Logi Sigurðsson hefur ráðið sig til hjálparstarfa erlendis. Einkaráðgjafar auðmanna Þetta er fámennur hópur en vel skipaður. Fyrstan skal frægan telja Ásgeir Friðgeirsson, þingmann og fyrrverandi ritstjóra Atlanticu, ú r b l a ð a m e n n s k u í a l m a n n a t e n g s l Jón Hákon Magnússon,´ Ásgeir Friðgeirsson, Gunnar Steinn Pálsson, Einar Karl Haraldsson, Eggert Skúlason, Guðjón Arngrímsson, Ólafur Hauksson, Eyrún Magnúsdóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Snorri Sturluson, Valþór Hlöðversson, Atli Rúnar Halldórsson, Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Óskar Þór Halldórsson, Sigurður Bogi Sævarsson, Haukur L. Hauksson, Kristinn Jón Arnarson, Bragi V. Bergmann, Ómar R. Valdimarsson, Sigurður Sigurðarson, Sigurður G. Valgeirssonar, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Johnson, Erna Indriðadóttir, Hrannar Pétursson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Hafliði Helgason, Eiríkur Hjálmarsson, Helgi Pétursson, Kristján Kristjánsson, Benedikt Sigurðsson, Dögg Hjaltalín, Geir Þorsteinsson, Árni Snævarr, Úr blaðamennsku í PR-störf „Blaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu.“ (Bloggfærsla á Silfri Egils).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.