Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 36

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 almannatengslafyrirtæki Sigurðar G. Valgeirssonar. Guðjón Pálsson, almannatengslaráðgjafi, veitir forstöðu fyrirtæki sem nefnist GreyTeam Íslandi eða GCI-GREY PR Íslandi, en það er hluti af hinu alþjóðlega almannatengsla- og ráðgjafarfyrirtæki Grey Global Group/WPP Group. Fjölmiðlafulltrúar stórfyrirtækja Áður hefur verið minnst á þá sem verið hafa blaða- eða fjölmiðlafulltrúar Flugleiða og annarra flugfélaga en mikill fjöldi góðra blaða- og fréttamanna hefur ráðið sig í störf hjá öðrum stórfyrirtækjum undanfarin ár. Nefna má nokkra. Sigurveig Jónsdóttir, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, starfaði m.a. um skeið sem kynningarfulltrúi Íslandsbanka. Guðrún Johnson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, vinnur náið með Sigurveigu að kynningarmálum. Erna Indriðadóttir (RÚV) er nú blaðafulltrúi Alcoa Fjarðaáls. Hrannar Pétursson (RÚV), sem var blaðafulltrúi Alcan starfar nú við svipuð verkefni hjá Vodafone. Hafliði Helgason (Fréttablaðið) er kynningarstjóri hjá Reykjavík Energy Invest. Eiríkur Hjálmarsson og Helgi Pétursson starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Kristján Kristjánsson (RÚV) hefur nú nýlega látið af starfi upplýsingafulltrúa hjá FL Group. Benedikt Sigurðsson (RÚV) er kominn til kynningarstarfa hjá Kaupþingi. Dögg Hjaltalín (Viðskiptablaðið) starfar nú hjá Eimskip. Geir Þorsteinsson starfar hjá Openhand. Árni Snævarr (Stöð 2) starfaði um skeið hjá Evrópusambandinu. Páll Benediktsson (RÚV) vinnur hjá Landic Properties (Stoðir) og nú nýlega var greint frá ráðningu Ólafs Teits Guðnasonar (Viðskiptablaðið) yfir á samskiptasvið Straums-Burðaráss. Þá eru um tvö ár síðan Jóhann Hlíðar Harðarson gerðist kynningarstjóri Háskólans í Reykjavík. Þess má geta að við þessi síðustu tíðindi skrifaði Egill Helgason eftirfarandi bloggfærslu á síðu sinni, Silfri Egils: „Blaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu. Það er til dæmis ferlegt að missa Davíð Loga og Ólaf Teit, tvo af flinkustu blaðamönnum Íslands. Þurfa fjölmiðlarnir ekki að gera meira til að halda í fólk af þessu kaliberi.“ Svo mörg voru þau orð en til upplýsinga má geta þess að umræddur Davíð Logi Sigurðsson hefur ráðið sig til hjálparstarfa erlendis. Einkaráðgjafar auðmanna Þetta er fámennur hópur en vel skipaður. Fyrstan skal frægan telja Ásgeir Friðgeirsson, þingmann og fyrrverandi ritstjóra Atlanticu, ú r b l a ð a m e n n s k u í a l m a n n a t e n g s l Jón Hákon Magnússon,´ Ásgeir Friðgeirsson, Gunnar Steinn Pálsson, Einar Karl Haraldsson, Eggert Skúlason, Guðjón Arngrímsson, Ólafur Hauksson, Eyrún Magnúsdóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Snorri Sturluson, Valþór Hlöðversson, Atli Rúnar Halldórsson, Árni Þórður Jónsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Óskar Þór Halldórsson, Sigurður Bogi Sævarsson, Haukur L. Hauksson, Kristinn Jón Arnarson, Bragi V. Bergmann, Ómar R. Valdimarsson, Sigurður Sigurðarson, Sigurður G. Valgeirssonar, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Johnson, Erna Indriðadóttir, Hrannar Pétursson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Hafliði Helgason, Eiríkur Hjálmarsson, Helgi Pétursson, Kristján Kristjánsson, Benedikt Sigurðsson, Dögg Hjaltalín, Geir Þorsteinsson, Árni Snævarr, Úr blaðamennsku í PR-störf „Blaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu.“ (Bloggfærsla á Silfri Egils).

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.