Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 17
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 17 Forsíðuviðtal Tilgangur auglýsinga er að vera skemmtileg aðferð til þess að vekja athygli á ýmiss konar vöru og þjónustu og að skila árangri. Auglýsingar eiga fyrst og fremst að vera upplýsingar um viðkomandi hluti. Og það er bara ekkert að því! Margir brugðust mjög harkalega við Síma- auglýsingunni. Ég hitti fólk sem var reitt og það kom mér á óvart að það var ekki aðallega reitt af trúarlegum ástæðum, heldur pólitískum. Það fór fyrir brjóstið á sumum að Síminn, sem var upphaflega ríkisfyrirtæki og síðan selt einkafyrirtæki, gæti fíflast svona með peninga. Þetta er viðhorf sem er svolítið í gangi í samfélaginu, sérstaklega hjá eldra fólki. Það er með svipaða afstöðu gagnvart t.d. bönkunum sem eru ekki merkilegar stofnanir í margra augum heldur fégræðgistofnanir þar sem Mammon en ekki manngæska ræður ríkjum. Þá er oft talað um að auglýsingar bankanna séu svo lélegar og grunnhyggnar; þessara fyrirtækja sem hafi verið seld eða gefin einkaaðilum. Eins og fólk hafi gleymt því að bankarnir voru engin góðgerðarsamtök í gamla daga. Þetta fólk er búið að gleyma þeirri tíð þegar það þurfti að panta tíma hjá bankastjóra, krjúpa á kné og svara persónulegum spurningum til að fá lán. Rétt eins og það hafi verið góðir tímar þegar einhverjir í bankanum ákváðu fyrir okkur hversu mikinn gjaldeyri við þyrftum í tveggja vikna fríi á Mallorca. Svo er alltaf ákveðinn hópur sem grípur hvert tækifæri til að móðgast og verða sár. Fólk innan þess hóps hefur sameiginlegan ákveðinn karakter sem einkennist af dómhörku og skorti á umburðarlyndi. Það vill að aðrir biðji sig afsökunar. Þessi hópur varð ofsalega reiður yfir Síma-auglýsingunni og fannst sér stórlega misboðið. Mér finnast slík viðbrögð vera þroskaleysi. Ég held að þessu fólki líði einfaldlega illa. Ég er sjálfur kaþólskur og hef heyrt utan að mér að nokkrum í söfnuðinum líki ekki auglýsingin. Fólk er jafvel að tjá sig á einhverju bloggi en þetta fólk talar hins vegar ekkert um það við mig - sem væri náttúrlega það kristilega í stöðunni! Ef þér finnst einhver gera eitthvað ókristilegt áttu ekki að spýta eitri á bak við hann; það er ekki kristilegur kærleikur. Fyrir mér persónulega er auglýsingin kómísk list; listræn túlkun.“ Að gera grín að hugmyndum fólks um Guð „Sumir eru alltaf í lögguleik í lífi annars fólks en mér er alveg sama hvað fólk hugsar um mig og mitt líf. Maður á bara að leyfa fólki að vera eins og það er enda er það kjarninn í kristinni trú; umburðarlyndi. Stærsta hindrun okkar í lífinu er eigingirni og lífið gengur að miklu leyti út á að komast út úr okkar eigin sjálfselsku og eigingirni, því á meðan við erum sjálfselsk, erum við ekki að uppfylla Hvað ef þessir karlar hefðu haft síma? Ég hripaði niður hugmyndina og var meira í gríni en alvöru að spá í hvernig sagan hefði orðið ef Júdas hefði verið með farsíma. Júdas í auglýsingu Símans. Kertasníkir í jólaauglýsingu Símans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.