Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 37

Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 37 Iceland Review og Visir.is, sem starfað hefur fyrir Björgólfsfeðga af stakri prýði hin síðari ár. Vakti það athygli á sínum tíma þegar Ásgeir náði kjöri á Alþingi að hann gaf sæti sitt eftir til þess að geta sinnt áfram störfum sínum fyrir þá. Vert er að geta þess að Eyrún Magnúsdóttir, fyrrverandi fréttamaður í Kastljósi, réð sig nýlega til starfa hjá Ásgeiri og veitir víst ekki af í ljósi þeirra miklu umsvifa sem Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa með höndum. Annar og ekki síðri þungavigtarmaður í þessum flokki er Eggert Skúlason, fyrrum fréttastjóri hjá Stöð 2, sem sér nú um margvísleg kynningarstörf og ímyndarmál fyrir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformann Eimskips, sem og knattspyrnukappann Eið Smára Guðjohnsen. Þess má geta að Sindri Sindrason, umsjónarmaður Markaðarins á Stöð 2, var til skamms tíma almannatengill fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hjá hinu opinbera (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög) Nokkrir þekktir fjölmiðlamenn hafa í áranna rás ráðið sig til starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Hvað þekktastir þeirra eru efalítið Steingrímur Sævarr Ólafsson, núverandi fréttastjóri Stöðvar 2, og Pétur Gunnarsson (Mbl.), sem uppnefndir hafa verið spunameistarar Framsóknarflokksins, en þeir störfuðu fyrir Halldór Ásgrímsson í tíð hans í forsætisráðuneytinu. Aðrir í opinbera geiranum eru t.d. Jóhannes Tómasson (Mbl.) sem sér um kynningarmál fyrir samgönguráðuneytið, G. Pétur Matthíasson (RÚV) sem vinnur hjá Vegagerðinni og Þór Jónsson sem er forstöðumaður almannatengsla hjá Kópavogsbæ. Er það e.t.v. tímanna tákn að Þór skuli vera kominn í hóp almannatengla því á meðan hann sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands var hann alfarið þeirrar skoðunar að „sjoppuliðið“, sem sinnti almannatengslum og kynningarstörfum, ætti enga samleið með félaginu. Það er leitun að mönnum sem eru samkvæmari sjálfum sér en Þór Jónsson og það kom því engum á óvart að hans fyrsta verk var að segja sig úr BÍ þegar hann sá fram á að breyta um starfsvettvang. Loks má geta þess að Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er núna starfsmaður Saga Capital og annast kynningarmál fyrir hönd fyrirtækisins. Látum við hér með lokið umfjöllun og upptalningu á helstu almannatenglum Íslands. Vafalítið vantar einhver nöfn á listann og ekki er ólíklegt að einhverjir hafi bæst í hópinn síðan þessi grein var skrifuð. ú r b l a ð a m e n n s k u í a l m a n n a t e n g s l „Á síðustu mánuðum og misserum hefur enn hert á þessari þróun og því er eðlilegt að spurt sé hvort ástæðan sé vaxandi atgervisflótti í blaða- og fréttamannastétt.“ Páll Benediktsson, Ólafur Teitur Guðnason, Davíð Logi Sigurðsson, Eva Magnúsdóttir, Pétur Gunnarsson, Jóhannes Tómasson, G. Pétur Matthíasson, Þór Jónsson, Brynhildur Ólafsdóttir, Snorri Már Skúlason.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.