Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 80
Fólk 80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 hagfræðinám Tinnu Laufeyjar Ásgeirs-dóttur er um margt mjög hefðbundið, en það er engin furða þó að Tinna Laufey hafi einbeitt sér að heilsuhagfræði þegar kom að því að velja sérgrein innan fagsins. Í fjölskyldu hennar er mikið af læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Auk þess hefur hún sjálf frá fyrstu tíð haft mikla þörf fyrir að hreyfa sig og stunda fjölbreyttar íþróttir. Á námsárum sínum í Bandaríkjunum vann hún sem þrekþjálfari á líkamsræktarstöð samhliða doktorsnámi sínu og keppti í þríþraut. Tinna Laufey sagði í samtali við Frjálsa verslun að hún væri hálf manneskja ef hún kæmist ekki í góða gönguferð nokkrum sinnum í viku, fengi tækifæri til að synda í laugunum eða hlaupa um borgina annað slagið. „Þegar ég hóf meistaranám mitt hafði ég heilsuhagfræðina ekki í huga. Allar íslenskar fyrirmyndir stunduðu hagvaxtarfræði, auðlindahagfræði, vinnumarkaðshagfræði eða annað. Heilsuhagfræðina uppgötvaði ég erlendis.“ Tinna Laufey sendi nýlega frá sér bókina Holdafar – hagfræðileg greining. Hún segist hafa ráðist í verkið að beiðni Lýðheilsustöðvar en útgáfan hafi farið saman við starf hennar bæði við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og sem forstöðumaður MS-náms í heilsuhagfræði við viðskipta- og hagfræðideild skólans. „Hagfræðistofnun hefur gert heilsuhagfræði að áhersluatriði innan stofnunarinnar enda er sviðið í ótrúlega örum vexti. Heilbrigðiskerfið hefur verið í mikilli gerjun undanfarin ár, heilsutengdur iðnaður hefur fengið sífellt meiri athygli landsmanna og heilsa í víðasta skilningi þess hugtaks hefur öðlast nýja merkingu í hugum fólks. Öll þessi svið kalla á ítarlegri umfjöllun, meiri rannsóknir og beittari greiningu á þróun og framtíðarsýn. Við hjá Hagfræðistofnun ákváðum að byggja upp rannsóknarsviðið innan stofnunarinnar og tökum að okkur stór og smá verkefni á sviði heilsuhagfræði,“ segir Tinna Laufey einbeitt á svip. Hún bætir því við að MS- námið í heilsuhagfræði innan viðskipta- og hagfræðideildar styðji við þessa uppbyggingu innan Hagfræðistofnunar en mikill áhugi hefur verið á náminu undanfarin misseri. „Ég hef mikinn metnað fyrir hönd þessa MS-náms,“ segir Tinna Laufey, „sé fyrir mér að hægt sé að fagvæða alla vinnu í sambandi við heilsuhagfræðina, en slíkt getur sparað þjóðfélaginu gríðarlega háar upphæðir ef tryggt er að unnið sé af þekkingu og innsæi í þessum mikilvæga málaflokki.“ Á næstu vikum kemur út í Þýskalandi á ensku bókin Lifestyle Economics eftir Tinnu Laufeyju þar sem hún fjallar um ýmsa þætti sem tengjast samspili lífsstíls og vinnumarkaðar hér á landi. Ljóst er að Tinna Laufey tekur hraustlega á því, hvort sem hún stekkur í hlaupaskóna eða er á sínum fræðilegu buxum við kennslu eða rannsóknir, enda er heilbrigði mál málanna í dag. Nafn: tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Fæðingarstaður: reykjavík, 24. febrúar 1975. Foreldrar: Birna Kristín Bjarnadóttir (látin) og Ásgeir Haraldsson. Kærasti: Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Barn: Pétur Bjarni Einarsson, 5 ára. Menntun: BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands, MS og Ph.D. (doktor) í hagfræði frá University of Miami í Bandaríkjunum. TINNA LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR Tinna Laufey Ásgeirsdóttir: „Er hálf manneskja ef ég kemst ekki í góða gönguferð nokkrum sinnum í viku og tækifæri til að synda í laugunum eða hlaupa um borgina annað slagið.“ umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.