Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 25 DAGBÓK I N Sigurð­ur Einarsson. 21. nóvember Sigurð­ur í st­jórn­ St­orebran­d Greint var frá því að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, tæki sæti í stjórn norska tryggingafélagsins Store- brand í janúar, en Kaupþing á 20% hlut í félaginu og Exista nærri 6%. 21. nóvember Guð­mun­dur gerir kaup­rét­t­arsamn­in­g Tilkynnt var þennan dag að Eim- skip hefði gert kaupréttarsamn- ing við Guðmund Davíðsson, forstjóra Eimskips á Íslandi. Samningurinn veitir kauprétt að 1.000.000 hluta á ári til þriggja ára. Fleiri starfsmenn fengu kaupréttarsamninga sem veita þeim rétt til kaupa á hlutum í Hf. Eimskipafélagi Íslands á genginu 38,3 krónur á hlut, 15. janúar ár hvert, næstu þrjú árin (2008-2010). 22. nóvember tekjuskat­t­ur fyrir­ t­ækja fjórfaldast­ Sú frétt þótti athyglisverð þennan dag að tekjuskattur lög- aðila hefði verið 42,7 milljarðar króna fyrir árið 2006. Þetta er mikil aukning frá árinu áður þegar tekjuskattur fyrirtækja var 34,7 milljarðar. Fram kom að á síðustu fimm árum, eða frá því að fyrirtækja- skatturinn var lækkaður úr 30% í 18%, hefði tekjuskattur fyrir- tækja rúmlega fjórfaldast. Fjármálaþjónusta og tengd starfsemi skilar langmestu í ríkissjóð eða sem nemur 18,2 milljörðum króna árið 2006. Tekjuskattur þessara aðila árið 2003 nam 2 milljörðum. 25. nóvember brimarar út­ úr vin­n­slust­öð­in­n­i Það voru athyglisverð tíðindi úr Eyjum að bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, sem jafnan eru tengdir við fyrirtækið Brim, hefðu selt Ísfélagi Vest- mannaeyja tæplega þriðjungs- hlut sinn í Vinnslustöðinni. Með sölunni sögðust þeir vonast til að sátt næðist um framtíðar- rekstur Vinnslustöðvarinnar. 28. nóvember n­ý­yrð­ið­ veð­kall Hér kom frétt með góðu nýyrði, þ.e. orðinu „veðkalli“. Á ensku er rætt um „margin call“ og fer vel á því að þýða það sem veðkall. Það merkir að bankar kalla eftir betra veði, betri tryggingum. Fréttin var hins vegar um að sex hundruð veðköll hefðu verið hjá sex stærstu fjármála- fyrirtækjum hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í nóvember. Sex­ hundruð­ veð­k­öll bank­anna. 29. nóvember marel st­ærst­ í heimi Þetta er ein af fréttum árs- ins í viðskiptalífinu: Marel er orðið stærsta matvinnsluvéla- fyrirtæki heims. Skýrt var frá því að Marel Food Systems hefði keypt hollenska fyrir- tækið Stork Food Systems á um 38 milljarða króna og að við þennan samruna yrði til stærsta matvinnsluvélafyrirtæki heims. Umfang og velta Marels tvöfaldast við kaupin en gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá þeim í febrúar á næsta ári, að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda og að lok- inni yfirtöku London Acquisition á því sem eftir stæði af Stork- samstæðunni í Hollandi. Árni Oddur Þórð­arson, st­jórnarformað­ur Marels. 29. nóvember Stork: Þrið­ja st­ærst­a yfirt­aka íslen­din­ga Samhliða kaupum Marels á Stork Food Systems átti sér stað þriðja stærsta yfirtaka sem Íslendingar hafa átt þátt í til þessa. Þetta gerðist þannig að Eyrir invest og Landsbank- inn eignuðust fjórðungshlut í Stork N.V. í Hollandi í gegnum fjárfestingarfélagið London Aquisiton. Skiptingin er þannig að Eyrir eignast 15% og Lands- bankinn 10%. Í rauninni er þetta þannig að fjárfestingarfélagið London Aquisiton kaupir alla Stork sam- stæðuna, utan Food Systems hlutann, fyrir um 1,7 milljarða evra, eða sem nemur um 155 milljörðum íslenskra króna. yfirtakan er því líklega sú þriðja stærsta sem Íslendingar koma að, á eftir kaupum Kaup- þings á hollenska bankanum NiBC á yfir 250 milljarða og yfirtöku Novators á Actavis sem metin var á um 190 millj- arða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.