Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 þarf til byggplöntu fyrir hvern nýjan vaxtarþátt eða prótein og síðan er viðkomandi planta ræktuð í stórum stíl. Uppskeran getur þá verið mörg kíló af fræjum sem í framhaldinu fara í venjulega fræverkun og mölun og loks eru vaxtarþættirnir dregnir út úr fræjunum og fínhreinsaðir með sérstakri aðferð í hátæknibúnaði. Lokaafurðin er hvítt duft sem sett er á lítil glös og þar með eru vaxtarþættirnir tilbúnir til sölu. Björn nefnir að í stofnfrumu- og krabbameinsrannsóknum á rannsóknastofnunum séu ræktaðar frumur úr mönnum eða dýrum og vandinn sé sá að erfitt geti reynst að fá þær til að fjölga sér. Þar komi vaxtarþættirnir að góðum notum og þeir stýri fjölgun og sérhæfingu viðkomandi frumna. Stærsta sameindaræktunarfyrirtæki í Evrópu Hugmynd stofnenda ORF Líftækni var frá upphafi sú að nýta plöntur til að framleiða vaxtarþættina og Björn segir að þeir hafi fljótlega komist að því að byggplantan hentaði sérstaklega vel til þessara nota vegna þess að hægt væri að stýra tjáningu próteinsins í byggfræinu. Smíðaðar eru svokallaðar genaferjur sem fluttar eru inn í erfðamengi byggsins sem bregst þá þannig við að framleiða aðeins viðkomandi prótein á ákveðnum stað í fræinu. Fyrir vikið sé hægt að geyma próteinið mjög lengi í þurrkuðum fræjum í kæli eða frysti án þess að það skemmist. Það hefur kostað mikla fjármuni að þróa Orfeus framleiðslukerfið og fjárfestingar í tækjum og búnaði hafa einnig verið verulegar. ,,Við höfum örugglega varið á þriðja hundrað milljóna króna í þróunarstarf, breytingar á húsnæðinu á Keldnaholti og til kaupa á búnaði. Þá er Græna smiðjan, nýja 2.000 fermetra hátæknigróðurhúsið okkar í Grindavík, ekki meðtalin. Kostnaður við byggingu gróðurhússins og kaup á tækjabúnaði verður um 100 milljónir króna. Við höfum ekki farið fram úr kostnaðaráætlunum frá því að við stofnuðum fyrirtækið en það hefur hins vegar tekið okkur lengri tíma að ná markmiðum okkar en stefnt var að í upphafi.“ – Hvernig hefur gengið að fjármagna starfsemina fram að þessu? „Fyrstu árin voru ákaflega erfið og við stóðum oft mjög tæpt. Við gátum samt alltaf klórað okkur fram úr þeim vanda sem við var að etja. Fyrir tveimur árum fengum við svo nýja og mjög sterka fjárfesta o r f l í f t æ k n i Gróðurhúsið Græna smiðjan í Grindavík „Við erum með stærsta sameindaræktunarfyrirtækið í Evrópu og sennilega á meðal fimm til tíu stærstu fyrirtækjanna þegar allt er talið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.