Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7
þarf til byggplöntu fyrir hvern nýjan vaxtarþátt eða prótein og síðan
er viðkomandi planta ræktuð í stórum stíl. Uppskeran getur þá verið
mörg kíló af fræjum sem í framhaldinu fara í venjulega fræverkun
og mölun og loks eru vaxtarþættirnir dregnir út úr fræjunum og
fínhreinsaðir með sérstakri aðferð í hátæknibúnaði.
Lokaafurðin er hvítt duft sem sett er á lítil glös og þar með
eru vaxtarþættirnir tilbúnir til sölu. Björn nefnir að í stofnfrumu-
og krabbameinsrannsóknum á rannsóknastofnunum séu ræktaðar
frumur úr mönnum eða dýrum og vandinn sé sá að erfitt geti reynst
að fá þær til að fjölga sér. Þar komi vaxtarþættirnir að góðum notum
og þeir stýri fjölgun og sérhæfingu viðkomandi frumna.
Stærsta sameindaræktunarfyrirtæki í Evrópu
Hugmynd stofnenda ORF Líftækni var frá upphafi sú að nýta plöntur
til að framleiða vaxtarþættina og Björn segir að þeir hafi fljótlega
komist að því að byggplantan hentaði sérstaklega vel til þessara nota
vegna þess að hægt væri að stýra tjáningu próteinsins í byggfræinu.
Smíðaðar eru svokallaðar genaferjur sem fluttar eru inn í erfðamengi
byggsins sem bregst þá þannig við að framleiða aðeins viðkomandi
prótein á ákveðnum stað í fræinu. Fyrir vikið sé hægt að geyma
próteinið mjög lengi í þurrkuðum fræjum í kæli eða frysti án þess að
það skemmist.
Það hefur kostað mikla fjármuni að þróa Orfeus framleiðslukerfið
og fjárfestingar í tækjum og búnaði hafa einnig verið verulegar.
,,Við höfum örugglega varið á þriðja hundrað milljóna
króna í þróunarstarf, breytingar á húsnæðinu á Keldnaholti og
til kaupa á búnaði. Þá er Græna smiðjan, nýja 2.000 fermetra
hátæknigróðurhúsið okkar í Grindavík, ekki meðtalin. Kostnaður
við byggingu gróðurhússins og kaup á tækjabúnaði verður um 100
milljónir króna. Við höfum ekki farið fram úr kostnaðaráætlunum frá
því að við stofnuðum fyrirtækið en það hefur hins vegar tekið okkur
lengri tíma að ná markmiðum okkar en stefnt var að í upphafi.“
– Hvernig hefur gengið að fjármagna starfsemina fram að þessu?
„Fyrstu árin voru ákaflega erfið og við stóðum oft mjög tæpt. Við
gátum samt alltaf klórað okkur fram úr þeim vanda sem við var að
etja. Fyrir tveimur árum fengum við svo nýja og mjög sterka fjárfesta
o r f l í f t æ k n i
Gróðurhúsið Græna smiðjan í Grindavík
„Við erum með stærsta
sameindaræktunarfyrirtækið
í Evrópu og sennilega á
meðal fimm til tíu stærstu
fyrirtækjanna þegar
allt er talið.“