Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 DAGBÓK I N það að fyrir árslok 2007 skyldi bjóða til sölu ekki minna en 30% af þeim hlut, sem þá var samið um, á almennum mark- aði. Skipti hefur verið að undir- búa skráningu félagsins í OMx kauphöllina en á sama tíma hefur fyrirtækið tekið þátt í söluferli á hlut í slóvenska símafyrirtækinu Telekom Slovenije. Til stendur að selja 49,13% hlut í því fyrirtæki til kjölfestufjárfestis. Skipti er þátttakandi í útboðinu og vill eignast þennan hlut. Það verður ekki ljóst fyrir en í árs- lok hvort eitthvað verður af kaupum Skipta á þessum hlut. Í tilkynningu frá Skiptum segir að við þessar aðstæður sé viss hætta á að fjárfestar muni ekki fá nægilega glögga mynd af félaginu og fyrir vikið sé erfitt fyrir þá að leggja mat á verðmæti hlutabréfa í félag- inu. 15. nóvember lEik­fan­Galan­dið íSlan­d Að selja leikföng er góður bisness - og það úti um allan heim. Fyrir utan verðlækkun hlutabréfa hefur líklegast ekki verið rætt um neitt meira í íslensku viðskiptalífi en einmitt sölu leikfanga. Umræðan kemur í kjölfar tveggja nýrra stórverslana sem hafa verið opnaðar að undan- förnu, Just4Kids í Garðabæ og Toys´R´US við Smáratorg í Kópavogi. Biðraðirnar og ásóknin í leikföng við opnun þessara verslana urðu til þess að menn spurðu sig hvort ekki hefðu verið seld leikföng á Íslandi áður. En Leikbær og Hagkaup hafa verið helstu seljendur leik- fanga hér á landi til þessa. Nokkur umræða hefur orðið um það að báðir nýju leikfanga- risarnir bera ensk nöfn. En eigendur þessara verslana eru með sérleyfi frá samnefndum alþjóðlegum verslanakeðjum og segja þeir að þótt þetta séu íslenskar verslanir þá séu þær í alþjóðlegri samkeppni. 16. nóvember Sp­ron­ kaup­ir 430 íbúð­ir í berlín­ Þessi frétt kom nokkuð á óvart, en hún var um að Spron Verðbréf, dótturfélag Spron, hefði opnað skrifstofu í Berlín og keypt þar 430 íbúðir ásamt fleiri fjárfestum fyrir um 5,5 milljarða króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjár- festingar í fasteignum og fyrir- tækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum, og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi. Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn til SPRON Verð- bréfa í Berlín og mun hann leiða fasteignahluta starfsem- innar. Guðmundur Hauksson, for- stjóri Spron, sagði við þetta tækifæri að skrifstofan í Berlín gerði sparisjóðnum kleift að fylgja betur eftir þeim fjárfest- ingum sem að hann hefði ráðist í með viðskiptavinum sínum. 16. nóvember vex­t­ir íbúð­alán­a­ sjóð­s hækka Íbúðalánasjóður tilkynnti að vextir sjóðsins hefðu hækkað um 0,45%. Ákvörðunin var tekin í kjölfar útboðs íbúða- bréfa Íbúðalánasjóðs. Vextirnir eru nú 5,30% á lánum með sérstöku uppgreiðsluálagi og 5,55% á lánum án sérstaks uppgreiðsluálags. Bylt­ing hefur orð­ið­ á mark­að­i leik­fanga á Íslandi sí­ð­ust­u vik­urnar. 16. nóvember art­hur b. laffer Þennan dag var einn kunn- asti hagfræðingur heims, Arthur B. Laffer, á fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði Laffer að íslenska hagkerfið væri einstakt - en yfirskrift fundarins var raunar „Íslenska efna- hagsundrið“. Laffer setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar að skatttekjur ríkis- ins þyrftu ekki að minnka heldur gætu jafnvel aukist þegar skattar væru lækk- aðir. Laffer segir skatttekjur aukast við aukna skatt- heimtu þangað til komið sé að ákveðnu hámarki en eftir það minnki skatttekj- urnar. Þetta merki að minni skattheimta gæti leitt til aukinna skatttekna. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur verið drjúgur við að benda á kenningar Laffers á undanförnum árum og hvatt til þess að skattur (prósentustig) verði áfram lækkaður á fólk og fyrirtæki. Hann hefur sagt að við það leysist kraftar úr læðingi sem verði til þess að umsvifin í þjóðfélag- inu aukist og skatttekjur í krónum talið þar með líka. Art­hur B. Laffer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.