Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 17

Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 17
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 17 Forsíðuviðtal Tilgangur auglýsinga er að vera skemmtileg aðferð til þess að vekja athygli á ýmiss konar vöru og þjónustu og að skila árangri. Auglýsingar eiga fyrst og fremst að vera upplýsingar um viðkomandi hluti. Og það er bara ekkert að því! Margir brugðust mjög harkalega við Síma- auglýsingunni. Ég hitti fólk sem var reitt og það kom mér á óvart að það var ekki aðallega reitt af trúarlegum ástæðum, heldur pólitískum. Það fór fyrir brjóstið á sumum að Síminn, sem var upphaflega ríkisfyrirtæki og síðan selt einkafyrirtæki, gæti fíflast svona með peninga. Þetta er viðhorf sem er svolítið í gangi í samfélaginu, sérstaklega hjá eldra fólki. Það er með svipaða afstöðu gagnvart t.d. bönkunum sem eru ekki merkilegar stofnanir í margra augum heldur fégræðgistofnanir þar sem Mammon en ekki manngæska ræður ríkjum. Þá er oft talað um að auglýsingar bankanna séu svo lélegar og grunnhyggnar; þessara fyrirtækja sem hafi verið seld eða gefin einkaaðilum. Eins og fólk hafi gleymt því að bankarnir voru engin góðgerðarsamtök í gamla daga. Þetta fólk er búið að gleyma þeirri tíð þegar það þurfti að panta tíma hjá bankastjóra, krjúpa á kné og svara persónulegum spurningum til að fá lán. Rétt eins og það hafi verið góðir tímar þegar einhverjir í bankanum ákváðu fyrir okkur hversu mikinn gjaldeyri við þyrftum í tveggja vikna fríi á Mallorca. Svo er alltaf ákveðinn hópur sem grípur hvert tækifæri til að móðgast og verða sár. Fólk innan þess hóps hefur sameiginlegan ákveðinn karakter sem einkennist af dómhörku og skorti á umburðarlyndi. Það vill að aðrir biðji sig afsökunar. Þessi hópur varð ofsalega reiður yfir Síma-auglýsingunni og fannst sér stórlega misboðið. Mér finnast slík viðbrögð vera þroskaleysi. Ég held að þessu fólki líði einfaldlega illa. Ég er sjálfur kaþólskur og hef heyrt utan að mér að nokkrum í söfnuðinum líki ekki auglýsingin. Fólk er jafvel að tjá sig á einhverju bloggi en þetta fólk talar hins vegar ekkert um það við mig - sem væri náttúrlega það kristilega í stöðunni! Ef þér finnst einhver gera eitthvað ókristilegt áttu ekki að spýta eitri á bak við hann; það er ekki kristilegur kærleikur. Fyrir mér persónulega er auglýsingin kómísk list; listræn túlkun.“ Að gera grín að hugmyndum fólks um Guð „Sumir eru alltaf í lögguleik í lífi annars fólks en mér er alveg sama hvað fólk hugsar um mig og mitt líf. Maður á bara að leyfa fólki að vera eins og það er enda er það kjarninn í kristinni trú; umburðarlyndi. Stærsta hindrun okkar í lífinu er eigingirni og lífið gengur að miklu leyti út á að komast út úr okkar eigin sjálfselsku og eigingirni, því á meðan við erum sjálfselsk, erum við ekki að uppfylla Hvað ef þessir karlar hefðu haft síma? Ég hripaði niður hugmyndina og var meira í gríni en alvöru að spá í hvernig sagan hefði orðið ef Júdas hefði verið með farsíma. Júdas í auglýsingu Símans. Kertasníkir í jólaauglýsingu Símans.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.