Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 16

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 16
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Telurðu að húmor sé nauðsynlegur í auglýsingum eða getur slík skemmtun skyggt á sjálf skilaboðin? „Síma-auglýsingin með síðustu kvöldmáltíðinni er þess eðlis að hún hefði hæglega getað verið atriði í Fóstbræðrum en með því að útfæra hugmyndina í auglýsingu eru mun meiri möguleikar á fjármagni til verksins auk þess sem það fær meira áhorf. Framleiðslu á sjónvarpsefni hér á landi hefur verið sniðinn afar þröngur stakkur. Ég hef margoft séð fyndnar auglýsingar og man vel eftir þeim en ekki hvað var verið að auglýsa. Þannig geta þær orðið of absúrd og hætt að þjóna þeim tilgangi að fræða og upplýsa um ákveðna þjónustu eða vöru. Sem hugmyndasmiður verður maður að reyna að forðast slíkt til hins ýtrasta og búa þannig um hnútana að fólk hafi skýra tengingu við það sem er verið að auglýsa. Einnig verður að gæta þess að auglýsingar séu ekki of almennar, t.d. ef verið er að auglýsa sérstakan leðurjakka, mega skilaboðin ekki verða þannig að það sé bara almennt töff að ganga í leðurjakka, heldur þessari umræddu, ákveðnu tegund. Sumar auglýsingar verða alltof almennar sem er mikil synd því oft er miklu kostað til þeirra. Ég lít á sjálfan mig sem grínista, listamann, og hef því ákveðnar og miklar skoðanir á gríni. Það er ákveðin tegund leiklistar að nota kómedíu til að koma skilaboðum á framfæri líkt og aðrir listamenn gera. Mér finnst auglýsingaheimurinn mjög áhugaverður og skemmtilegur vettvangur fyrir mig sem grínista. Fólk hefur oft skringilegar og neikvæðar hugmyndir um auglýsingar, eins og að hjá auglýsingastofum starfi illgjarnt fólk sem hafi að leiðarljósi að afvegaleiða samborgara sína. Það er að sjálfsögðu alls ekki málið. Auglýsingar eru einfaldlega leið til að kynna vörur eða þjónustu auk þess sem þetta er bara tími á milli dagskrárliða í sjónvarpi sem getur verið mjög skemmtilegur. Gagnvart auglýsingum ríkja ranghugmyndir og fordómar rétt eins og verið hefur gagnvart gríni hér á landi. Það sjónarmið hefur tíðkast í okkar menningu að gleði og grín sé einhvers konar merki um greindarskort. Kímnigáfa er hins vegar einmitt gáfa, hæfileiki sem á fullan rétt á sér. Ég myndi gjarnan vilja sjá grín hafið til vegs og virðingar í samfélaginu og lífinu almennt.“ Hvers konar auglýsingar hitta í mark? „Þær þurfa fyrst og fremst að byggjast á metnaði. Það er mjög mikil kúnst að gera góða auglýsingu þannig úr garði að hún skili sem mestu fyrir auglýsendurna. Það er mikið komið undir metnaði þeirra sem að gerð hennar koma, metnaði til að veita toppþjónustu. Málið snýst alls ekki um að skjóta bara viðkomandi hugmyndasmiði eða auglýsingastofu upp á stjörnuhimininn í eitt augnablik – heldur gera eitthvað fyrir viðkomandi vöru. Það er lykilmálið. Á stofunni okkar hjá ENNEMM er einmitt mikil áhersla lögð á metnað til þess að skila árangri fyrir kúnnann. Hún hefur verið grínstofan í bransanum ef svo má segja og verið á léttum nótum. Hún framleiddi t.d. Lottóherferðina með Lýð Oddsson í fararbroddi, en þar var ég innanborðs. HiN ýMSu ANDLiT JóNS GNARR: Lýður Oddsson í Lottóinu. Georg Bjarnfreðarson í Næturvaktinni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.