Dagrenning - 01.04.1951, Page 3
DAGRENNING
2. TOLUBLAÐ
6. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
APRÍL 1951
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196.
Athyglisverðir heimsviðburSir
ÖRLÖG PERSÍU.
I greininni „Hvers má vænta í Asíu?“,
sem birtist í 28. og 29. hefti Dagrenning-
ar var frá því slcýrt, að samkvæmt spádóm-
um Biblíunnar ættu Persar að verða ein
þjóðin í liði „höfðingjans yfir Rós, Mesek
og Tubal" þegar til úrslitaátakanna drægi
við „endalok tímabilsins", þ. e. við alda-
hvörf þau, sem nú nálgast óðum. Þar
stendur: „Ekki mun lokaárás Gógs hefj-
ast fyrr en Sóvietríkin hafa á einhvern hátt
innlimað Persíu hina fomu í ríki sitt.“
(29. h. bls. 12.) Nú eru þessi átök hafin
opinberlega. Hinn 15. marz s. 1. var for-
sætisráðherra Irans, Rasmara hershöfðingi,
myrtur í musteri einu í Teheran, höfuð-
borg írans. Morðinginn er sagður vera „of-
stækisfullur þjóðernissinni“ úr „öfgatrú-
arflokki“. Rasmara hershöfðingi var mjög
andvígur nánu sambandi við Sóvietríkin og
vildi treysta böndin við Vesturveldin,
sérstaklega við Bandaríkin. Enginn efi
leikur á því í hugum þeirra manna, sem
nokkuð þekkja til heimsstjórnmálanna, að
á bak við morðið á Rasmara hershöfðingja
standa rússnesk áhrif. Fáum dögum
síðar var öðmm háttsettum stjóm-
málamanni í íran, Dr. Zanganeh, sýnt
banatilræði, og er hann nú látinn af því
sári, er hann hlaut. Tilræðismaðurinn var
stúdcnt úr sama „öfgaflokknum" og sá,
er myrti Rasmara forsætisráðherra.
Ástæðan fyrir morðum þessum er talin
vera óánægja í Iran með brek-íranska olíu-
sanminginn, sem er Persurn mjög óhag-
stæður. Áróðursmenn í þjónustu Rússa
blása mjög að þeim glæðum og krefj-
ast þjóðnýtingar, það er ríkisrekstrar,
á olíulindunum, en við það mundi
að sjálfsögðu hinn óheyrilegi gróði
alþjóðaauðvaldsins, af námum þessum
liverfa, og þá mundu Rússar fá tækifæri
til að „kaupa“ olíu Irans af ríkisstjórn-
inniþar. Fari svo, er sterkustu stoðinni
kippt undan þeim leifum af veldi Breta,
sem enn eru eftir við austanvert Mið-
jarðarhaf.
Samspil alþjóða-auðvaldsins og alþjóða-
kommúnismans er greinilegt í átökunum
í Iran, og þar er því vopni, sem hvortveggja
þessi félagsskapur notar ekki ósjaldan, þeg-
ar annað er útilokað — þ. e. morð á hátt-
settum og öflugum andstæðingum —
óspart beitt nú.
Stórfelld verkföll sigla nú í kjölfar
morðanna og í landinu ríkir raunverulega
DAGRENNING J