Dagrenning - 01.02.1952, Page 10

Dagrenning - 01.02.1952, Page 10
um. Mannkynið hefir til þessa sett allt sitt traust á samtök sín, — Hinar sameinuðu þjóðir — en það er nú flestum ljóst, að þær megna ekki að leysa hið mikla vandamál. BYRJAR ÞRIÐJA HEIMSSTYRJÖLDIN i952? í Dagrenningu var á það bent í fyrra að ekki rnundi hefjast heimsstyrjöld á því ári, — 1951 — og enn mun svo fara þetta ár — 1952 — að ekki mun verða af hernaðará- tökum milli þeirra stón'elda, sem nú ber hæst — Bandaríkjanna og Sovietríkjanna. En þar sem árið 1952 verður síðasta árið fyrir hin miklu umskipti, sem verða 1953, — eins og margoft hefir verið sagt í þessu riti — vill Dagrening nú við þessi áramót rekja í stórum dráttum aðstöðuna á alþjóðavett- vangi stjórnmálanna, og sýna fram á ýmsar veilur, sem eru mjög áberandi í sambúð hinna frjálsu þjóða, sérstaklega þó Breta og Bandaríkjamanna, en á því veltur nú öll fram- tíð frjálsra þjóða, að með þessum tveim bræðrum takist undirhyggjulaust samstarf á öllum sviðum. Verða því hér á eftir tekin til meðferðar ýms viðk\'æmustu og mest umdeildu vandamálin á sviði alþjóða stjóm- mála, og sett frarn þau sjónannið, sem sjald- an eða aldrei fást rædd í dagblöðum eða öðrum opinberum umræðum. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. Þegar Sameinuðu þjóðimar hófu göngu sína væntu margir þess, að þær gætu orðið tæki til eflingar friði og hag- sæld mannkynsins. — Þær vonir hafa brugðist. Þing þeirra er áróðursamkoma sem fáu nýtilegu megnar að koma til leiðar. Forustumenn smáþjóðanna eru leiddir þang- að til þess að taka þátt í hinum marghátt- uðu bellibrögðum og baktjaldamakki stór- þjóðanna. Sóvietríkin eiga þar sína ákjósan- legustu áróðursmaskínu því öllum áróðri sínum fá þau þar útvarpað „gratis“ á tungu- málum sextiu þjóða, og þannig láta þau hin- ar frjálsu þjóðir sjálfar eitra sálarlíf sinna eigin þegna með dulbúnum áróðri. Blöð og bækur frjálsra þjóða flytja svo þennan áróður inn á hvert heimili, en sjálf eru Sovietríkin og öll leppríki þeirra harðlæst fyrir svörum vestrænna þjóða við lygaáróðrinum og blöð og útvarp járntjalds- ríkjanna leyfa ekki að á annað sé minnst en það, er Rússar óska. Það liggur við að manni finnist Sameinuðu þjóðimar frekar vera sam- tök til þess að koma í veg fyrir frið og sættir milli þjóðanna, en hið gagnstæða. Árið 1952 munu þessi samtök byrja að leys- ast upp svo á beri og má búast við að það verði Breska heimsveldið, sem yfirgefur sam- tökin fyrst allra stórveldanna og verður betur að því vikið síðar. Rétt er fyrir allan almenning að varpa fyrir borð þeirri von, að „Sameinuðu þjóð- irnar“ geti leyst vandamálið um frið á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar eru þannig upp byggð- ar, að þær eru gjörsamlega máttvana stofn- un, ef stórveldin greinir á. — Þessi alþjóðasamtök eru sjálfum sér sundurþvkk og á þeim mun sannast hið fornkveðna „að hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, mun undir lok líða.“ KÓREUDEILAN. Kóreustyr/öldin er ágætt dæmi um van- mátt Sameinuðu þjóðanna. — Eins og bent var á í desemberhefti Dagrenning- ar 1950 hlaut að því að reka að Samein- uðu þjóðirnar losuðu sig við hershöfðingja sinn í Kóreu — lrinn fræga Mac Arthur. — Þetta gerðist og í aprílmánuði 1951. Aðferð- in til þess að losna við Mac Arthur var sú, að Rússar gáfu það í skyn á þingi Samein- 4 DAÓRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.