Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 30

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 30
þcini steínu, seni Bandaríkin hata fylgt und- anfarín ái, og sameinaðir ráða kommúnistar og Zionistar yfir miklu atkvæðamagni í Bandaríkjunum. Það var þessi sterka „fimmta herdeild“ — svikaherdeildin — sem réði úr- slitum um örlög Þýzkalands. — Mun hún einnig ráða úrslitum um örlög Bandaríkj- anna? Samkvæmt spádómunum ætti sú breyting að verða augljós, nú á þessu ári, að ákveðin samvinna hefjist á ný nrilli Bretlands og Bandaríkjanna, en tæpast mun það verða fvr en eftir kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember n. k. Valdataka Elísabetar II. bendir ótvírætt til þess, að nú sé í nánd mikil stefnubreyting, sem Bretland muni eiga fmmkvæðið að og verður sú stefnubieyting orðin augljós í júlí- mánuði 1953. í 1. hefti Dagrenningar 1948 var grein um Elisabetu II, sem þá var krónprinsessa Breta- veklis. Þeirri grein lýkur með þessum orðum: „Mun það tímabil, sem þessi væntanlega drottning Bretlands kemur til með að sitja að völdunr, verða eitt merkilegasta tímabil í sögu heimsveldisins? Mun nafn hennar ef til vill varpa enn rneiri ljóma yfir Breska heimsveldið en nafn formóður hennar, hinn- ar fyrri Elisabetar?“ Þessum spurningum mun verða revnt að svara í næsta hefti, í grein um valdatöku hinnar nýju Breta-drottningar. * Það er ákaflega athyglisvert að falsfriðar- stefna nútímans á sér hvað öruggasta fvlgi- fiska og forvígismenn innan hinna sosial- demokratisku flokka hinna frjálsu þjóða. Þeir gera sér tæpast ljóst, að hér sé á ferðinni sýk- ing frá nýkommúnismanum, sem breiðist ört út innan alþýðusamtakanna. Svo að kalla í hverju landi hinna frjálsu þjóða eru í þýð- ingarmiklum trúnaðarstöðum innan alþýðu- flokkanna menn, sem halda fast við falsfrið- arstefnuna og eru fullir fjandskapar í garð samvinnu þjóða sinna við Bandaríkin. Fremstur í þeinr flokki er Bevan í Bretlandi og ýmsir af ráðherrum Attlee stjómarinnar, sem nýfarin er frá völdum. Þessir menn geta í blindni sinni orðið hættulegir samtökum hinna frjálsu þjóða og ættu rnenn í öllum löndum að gjalda varhug við þeim. Sú stefna, sem þeir fylgja, byggist ekki á réttum grund- velli. Hinn eini rétti grundvöllur til að byggja á, er skilningurinn á því, hverjar af þjóðum nútímans eru ísiaelsþjóðii, og gera sér fyllilega ljóst hvert er hlutverk þeirra. Aldrei verður nokkurt framtíðarríki reist, er færi þegnum sínum blessun til frambúðar nema grundvöllur þess sé Kiistui og þjóð hans ísiael. Þegar það ríki kemur fæst friður — samiur fiiðui wn alla jöið. Rétt er að minnast orða hinna fomu spá- manna: „Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar rninnar með hægu móti, segjandi: Friður, friður, þar senr enginn friður er.“ Og öllum er rétt að minnast þess, er stend- ur í Jesajabók (57.21): „Hinir óguðlegu eru sem ólgusjár, því að hann getur ekki verið kyrr og bylgjur hans róta upp aur og leðju. Hinum óguð- legu, segir Drottinn, er enginn friður bú- inn.“ ALDASKIPTIN. Að lokum þvkir rétt að víkja nokkrum orð- um að því hvað átt er við með orðinu „alda- skipti,“ sem notað er um árin 1952 og !953- Spádómar Biblíunnar segja oss skýrum orðum, að þeir tímar muni koma, að „Guðs- rikið“ konri hér á jörð. Kristur kenndi oss að biðja: Komi ríki þitt, svo á jörðu sem á himni! 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.