Dagrenning - 01.02.1952, Page 47

Dagrenning - 01.02.1952, Page 47
Di. ADAM RUTHERFORD: HARMAGEDON Orustan á hinum mikla degi Drottins allsherjar árin 1955-1956> opinberuð í Pýramidanum mikla (Steinbiblíunni) „Því að þeir eru djöfla-andar, sem-----ganga út til konunga allrar heims- byggðarinnar til að safna þeim saman til STRÍÐSINS Á HINUM MIKLA DEGI GUÐS HINS ALVALDA. — SJÁ ÉG KEM EINS OG ÞJÓFUR; sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín.-------- Og þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku kallast HARMA- GEDON. Og sjöundi engillinn helti úr skál sinni yfir loftið, og raust mikil kom út úr musterinu, frá hásætinu og sagði: ÞAÐ ER FRAM KOMIÐ.“ Opinb. 16, 14.—17. Samkvæmt spádómum Biblíunnar og Pýramídans mikla eru árin 1953—1956 tíma- bil hinna mestu þjóðfélagslegu, stjórnmálalegu og trúarlegu umskifta allra alda, og þaff eru þessi umskifti, sem núverandi ringulreið heimsmálanna, og raunar öll rás viðburð- anna siðan 1914, hefir stefnt að. Á þessum árum mun „þrengingin mikla“, sem talað er um í spádómunum, „orustan á hinum mikla degi Drottins allsherjar“ — Harmagedon — fara fram. Þetta mun verða hin mikla sprenging, sem þyrlar upp hinni gömlu skipan, en að lokum mun það, eigi að síður, reynast líknarráð við hinn hrjáða heim, undirbún- ingur betri tíma og hátíðlegt upphaf þúsundáraríkisins sjálfs. Tilgangurinn með þessu riti er hvorttveggja í senn: að bera fram sannanir í þessum málum og benda á, hvernig búast skuli undir „hinn mikla dag“ og hver skylda vor er, eins og högum er háttað. Því hefir verið spáð, að yfirstandandi tíma- bili mundi ljúka með meiri „hönnungatíð" en áður hefði þekkst. Spámaðurinn Daníel sagði það fyrir á 6. öld f. Kr. og síðan var það endurtekið á í. öld hins kristna tímabils, af Frelsaranum sjálfum, sem einnig lét svo um mælt, að annað eins myndi aldrei koma fyrir aftur. í Daníelsbók, 12. kap. 1. v., stend- ur: „Og það skal verða svo mikil hönnunga- tíð, að slík mun aldrei verið hafa frá því að þjóð varð til og allt til þess tíma.“ En Jesús segir: Því að þá mun verða svo mikil þreng- DAGRENN I NG 41

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.