Dagrenning - 01.02.1952, Page 49

Dagrenning - 01.02.1952, Page 49
kapituli á eftir er eingöngu helgaður dýrð hins nýja tímabils, sem nú er í nánd. Hjá Jesaja 34. og 35 kap) eru dæmi um þetta. 34. kap. byrjar þannig: „Gangið nær þjóðir, svo að þér megið heyra! Hlýðið á, þér lýðir! Heyri það jörðin og allt, sem á henni er, heimurinn og allt, sem hann hefur alið, því að reiði Drottins er beint gegn öllum þjóðum og heift hans gegn öllum herjum þeirra; hann hefir gereytt þeim öllum og ofurselt þá til slátrunar." En næsti kapituli (35.) fjallar um það, sem kemur á eftir hinni miklu hönnungatíð, og er einn af yndislegustu köflum Biblíunnar. Hann hljóð- ar svo: „Óbyggðir og afskekkt svæði skulu gleðj- ast, og eyðimörkin skal fagna og blómgast eins og rós. Þau skulu blómgast ríkulega og fagna með gleði og söng. \7egsemd Libanons skal veitast þeim, prýði Karmels og Sarons, þau skulu fá að sjá vegsemd Drottins og prý'ði Guðs vors. Stælið hinar máttvana hend- ur og styrkið hin skjálfandi kné!“ Segið hin- um ístöðulausu: „Verið hughraustir og ótt- ist ekki! Sjá, Guð yðar kernur með hefndina og endurgjaldið. Hann mun korna og frelsa yður. Þá munu augu hinna blindu upplúk- ast og eyru hinna dauðu opnast. Þá mun sá halti hlaupa eins og hjörtur og tunga hins máttlausa syngja, því að vatnslindir spretta upp á öræfunum og lækir á eyðimörkunum. Sólbrunnar auðnir skulu verða að tjörnum og þurrlendi að uppsprettum. Þar sem sjakl- ar höfðu áður bæli, skal gras gróa ásamt sefi og reyr. Þar skal verða þjóðvegur og gata, og skal það nefnast Brautin helga; enginn óhreinn skal um hana ganga. Hún skal vera fyrir vegfarendur, og jafnvel fáráðlingar vill- ast þar ekki. Þar skal ekkert ljón vera og ekk- ert glefsandi dýr skal þar um fara — eigi sjást þar — en þeir endurleystu skulu þar ganga. Og þeir sem Drottinn hefir útleyst skulu aftur hverfa og koma aftur með söng til Zionar, og eilíf gleði skal leika yfir höfðumr þeirra, fögnuður og gleði mun fylgja þeim,. en hryggð og andvörp flýja." * Þessi myrka „stund", sem er undanfari dögunar hinnar dýrðlegu aldar, verður að sumu leyti miklu verri en Syndaflóðið, því að þá var mannfjöldinn á jörðunni tiltölulega lítill og tala þeirra, sem týndu lífinu miklu lægri heldur en verða mun í lokahamförum hinna miklu hörmunga. En nú eru íbúar jarð- arinnaryfir 2 þús. milljónir, og Jesús sagði um þessi ragnarök „ef dagar þessir yrðu ekki styttir, kæmist enginn maður af“ (Matth. 24, 22.). En hann bætir við þessum hugg- unarorðum: „en sakir hinna útvöldu munu þessir dagar verða styttir." Hvers vegna þurfa þessar miklu hörmung- ar og eyðing að eiga sér stað þegar núverandi skipan lýkur og hin nýja skipan hefst? Svar- ið við þessari spuringu er að finna hjá Daniel, (2. kap.), þar sem hin lieiðnu heimsveldi og; ríki síðustu 25 alda eru táknuð nreð málm- líkneski í mannsmynd, og líkamshlutar þess voru sinn úr hverri málmtegundinni, til þess að sýna hin ýmsu heimsveldi o. s. frv. sem stjóma rnundu heiminúm frá dögurn Daníels og fram eftir öldum. Gullhöfuðið táknar þáverandi heimsveldi Babyloníu- manna, og svo voru tímabil síðari heims- velda sýnd með röð málmanna frá höfði og niður í tær. Þá er og sagt, að stór steinn losn- aði úr fjalli, án tilverknaðar rnanna, lenti á fótum líkneskisins og rnolaði það mjölinu smærra, en steinninn varð síðan að fjalli, sem tók yfir alla jörðina (Daníel 2, 34—35)- Ráðningin er í 36—45. versi, þar sem sýnt er fram á, að steinninn tákni konungsríki Guðs, sem muni gereyða hinum eigingjömu árás- aröflum, leggja undir sig heim allan og standa síðan að eilífu. Þess vegna eru hörmungamar nauðsvnlegar, því konungsríki Friðarhöfð- DAGRENN I NG 43

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.