Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 12
— Vér þurfum ekki fleiri vitna við um það, hversu alvarlegt ástandið er í alþjóðamálum eins og sakir standa nú. NÝR HEIMUR ER AÐ FÆÐAST. En það er ekkert furðulegt við þetta ástand, þegar það er haft í huga hvað raunverulega er að gerast í heimi vorum. Það sem nú er að gerast er það, að nýr heimur er að fæðast. Hið gamla heimsskipulag er að líða undir lok og nýr lieimur er að rísa á rústum þess. Við hverja reglulega fæðingu nýs lífs í þennan heim em fæðingaliríðirnar venjulega þrjár. Fyrsta og önnur fæðingarhríðin eru að vísu sárar og kvalafullar, en hin þriðja og síðasta er þó hörðust. Sjálfur Frelsarinn notaði einmitt þessa líkingu þegar hann spáði um endalok „þessa heims“ og komu „Guðsríkis“. Hann sagði að táknin mundu þá verða þessi: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki. Bæði munu verða hallæri og landskjálftar á ýmsum stöðum. En allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna!“ Tvær þessara fæðingahríða hins nýja heims eru þegar liðnar hjá. Það voru tvær fyrri heimsstyrjaldirnar með fylgifiskum þeirra. Og nú stendur síðasta fæðingarhríðin yfir. Hún hófst með tilkomu vetnissprengjunnar 1954 og stendur enn yfir, og mun ekki Ijúka til fulls fyrr en 1957—1958. Þeir, sem ekki átti sig á þessu, skilja lítið í því, sem nú er fram að fara. Niðurbrot hins gamla spillta „heims“, tekur langan tíma og kostar miklar Jjjáningar, ekki síst vegna þess, að menn skilja ekki nögu almennt hvað er að gerast. Og jafnhliða niðurbrotinu fer fram „fæðing“ hinna nvju skipulagshátta, hins nýja heims. Þetta gerist hvorttveggja samtímis og þess- vegna verður öngjjveitið svo gífurlegt sem raun ber vitni. TÍMABILIÐ FRÁ 21. SEPT. 1955 TIL 11. MAÍ 1956. Því hefir verið spáð fyrir löngu að einhver hættulegasti kaflinn á tíma- bili síðustu fæðingarliríðarinnar yrði frá 21. september 1955 til 11. maí 1956. Nú er þeim kafla senn lokið og er því rétt að líta á hvað gerst hefir. Þetta tímabil markast gieinilega af tvennu: Annarsvegar af fálmandi, undansláttarkenndri pólitík Vesturveldanna, sem eru mjög fomstulítil og ósammála um flest. Hins vegar af nýrri, sterkri sókn og breyttri utanríkisstefnu Soviéttríkjanna og kommúnistaríkjanna yfirleitt, sem halda vel saman, a. m. k. á yfirborðinu. Skal nú þetta rakið nánar: BANDARÍKIN, sem eru nú aðal forustuþjóð vestrænna þjóðasam- taka, urðu fyrir því mikla áfalli einmitt 21. eða 22. september 1955, að for- seti þeirra og öflugasti forustumaður, Eisenhower, veiktist svo alvarlega að v___________________________________________________> 4 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.