Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 49

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 49
um vil ég láta þig vita, að ég vil, með Guðs hjálp, leitast við að styðja þann flokk eftir minni takmörkuðu getu.“ Sami maður skrifar einnig: „Ég held að þú hafir tekið rétta s<efnu með Dagrenningu. Það er ekki jafnan allt komið undir orðafjölda. Mikið af þeim ritmosktri sem einkenn- ir nútímann hefir mjög litla raunhæfa þýðingu. Mundi ekki geta komið til mála að fara á fleiri sviðum svipað að og með Dagrenningu, að draga saman seglin og sveigja til hófsemi og spar- semi? Á mörgum sviðum þjóðlífs og ein- staklinga mundi það vissulega vera tírna- bært, og líklegra til þrifnaðar en það óhóf og eyðslu kapphlaup, sem nú ætlar allt að sliga. Er hér sannarlega verkefni fyr- ir hinn nýja flokk. Finnst mér byrjun- in góð og all frumleg, því flestum mundi líklega hafa fundist undir svip- uðum kringumstæðum, — stofnun nýs stjórnmálaflokks, — að fremur bæri að auka blaðakostinn en rýra.“ Húnvetningur sluifar: „Eftir tíu ára kyninngu á Dagrenn- ingu vil ég þakka þér fyrir vel unnið starf. Það er nú vegna hins fyrirhugaða stjórnmálaflokks, sem ég tek mér penna í hönd og hripa þér nokkrar línur.---- Ég hefi nú hugleitt þetta mál og mér finnst að hér þurfi mjög til að vanda, og að undir því sé aðallega komið með væntanlegt fylgi að vel takist með að móta stefnuna, á traustum, kristilegum grundvelli, svo að einlægir, kristnir menn geti sameinast um hana. En þd er ég lika bjartsýnn á vöxt og viðgang flokksins. Ég hefi verið að lesa yfir drög þau að stefnuskrá, sem birtust í Dag- renningu. í flestum meginatriðum er ég þeim samþykkur, en þó eru nokkur veigamikil atriði, sem ég vil taka hér til athugunar:-------- Ég ætla nú ekki að hafa hér fleiri orð um að þessu sinni, en ég fagna því mjög ef það tækist að stofna fyrirhugaðan, kristilegan flokk, án verulegra mistaka, svo mjög er maður leiður á að hafa ekki annars kost, en að velja milli þeirra flokka, sem nú virðast stefna öllu í beinan voða.“------- íslendingur, sem dvelur erlendis, skrifar: „Ég vona af alhug að þér heppnist að stofna nýjan flokk á kristilegum grund- velli. Mín skoðun er sú að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þörf en nú, að bjarga þjóðinni úr klóm ævintýra- manna. Það verður erfitt verk, en þess meiri sigur landi og þjóð til heilla, ef vel tekst.------- Mér þætti leitt, ef ég frétti það, að þú stæðir einn um þetta mikla nauðsynja- mál, því ég veit það eru margir, sem gjarnan vildu styðja þig, en þeir þora það ekki fyrir flokkavaldinu. Mér þykir þeir menn þó harla miklar heybrækur, sem sjá þörfina, en þora svo hvergi nærri að koma til framkvæmdanna. Það yrði lítið gert í veröldinni, ef allir hugs- uðu þannig. Hvar er nú víkingseðli ís- lendinga? Ég vona að þér heppnist að finna eitthvað af góðum mönnum. í byrjun gerir lítið til þó þeir séu fáir, aðeins að þeir séu traustir og öruggir.“ II. Fleira skal ekki rakið að sinni, en þessir bréfakaflar sýna að ýmsir sjá og skilja þörfina á nýjum flokki, sem taki þjóðmálin öðrum tökum en þeir flokk- ar gera, sem nú eru með þjóð vorri. DAGRENNING 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.