Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 13
---------------------------------------------------------------------------------N hann mun aldrei ná sér til fulls, þó hann hafi nú, eftir meira en 5 mánaða sjúkrahúsvist og hvíld, náð sér allvel aftur. Þetta áfall hefir orðið til þess að lama alla sókn af hálfu Vesturveldanna, því vegna hinnar sterku fjárhagsaðstöðu sinnar og hernaðarmáttar, hljóta Bandaríkin að hafa megin forustuna fyrir vestrænum þjóðum. Hinn djúpstæði ágreiningur í utanríkispólitík Breta og Bandraíkja- manna í Asíu er líka ein orsök þess, að þau eiga örðugt með að standa sam- an að markvissri utanríkisstefnu. Bretar vilja óðfúsir fóma Sjang Kajsjek og Formósu og fá Kommúnista-Kína inn í „Sameinuðu þjóðirnar“, því þeir telja að þá mundi „réttari mynd“, eins og það er orðið, fást af ástand- inu í heiminum. Bandaríkjamenn vilja aftur á móti halda Formósu vegna hemaðarlegs mikilvægis hennar, og hafa her Sjang Kajsjeks vígbúinn ef í odda skerst á Kyrrahafssvæðinu eða í Kína. Þá veldur það ekki litlum ágreiningi milli þessara þjóða, að bandarísk olíufélög ausa stórfé í SaudiArabíu til þess að ná þar olíuréttindum, sem Bretar hafa að einhverju leyti haft áður, en Bretar telja að þetta banda- ríska fé sé notað til þess að svíkja undan sér herbækistöðvar og önnur rétt- indi, sem þeir hafa haft til þessa í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Kemur þetta nú vel fram í Jordaníu þar sem Bretar em að missa öll tök, fyrir það að hin Arabaríkin geta látið bandarískt fjármagn koma í stað þeirrar brezku hjálpar, sem Jordanía hefir notið til þessa. Brottrekstur Glubs herforingja frá Jordaníu, sem er alveg einstakt svívirðingar og móðgunarbragð, byggist á því, að Arabaríkin geta með einhverjum hætti treyst á bandarískt fé og bandarísk vopn í deilu sinni við Breta. Það er mjög greinilegt að alheimsauðvaldið er hér að verki. FRAKKLAND. Ekki fríkkar myndin þegar svo Frakkland er tekið með. Þar er nú ríkjandi svo algjört stjórnmálaöngþveiti að aldrei hefir verra verið. Frakkar missa nú hverja nýlendu sína eftir aðra, og heima fyrir er hver höndin upp á móti annarri. Mendes France ræður mestu í núver- andi stjóm Frakklands, þó jafnaðarmenn séu taldir fyrir henni, en Mendes Fance vill bandalag við Rússa fyrst og fremst. Frakkar og Rússar eiga það sameiginlegt, að vilja halda Þjóðverjum í skefjum. Frakka langar ekki til að berjast við sameinað Þýzkaland á ný og þessvegna vilja þeir sem nán- asta samvinnu við Rússa, án þess þó að slíta að fullu tengslin við Breta og Bandaríkjamenn. Frakkar kenna Bandaríkjamönnum mjög um það hvemig komið er fyrir þeim í Asíu, og Bretum um það hvemig komið er fyrir þeim í nálægum Austurlöndum og jafnvel í Alsír. Það er mikið til í því sem utanríkisráðherra Frakka sagði nýlega, að það er ekki lengur um neina sameiginlega utanríkispólitík eða einingarstefnu i utanríkismál- um að ræða hjá hinum þremur vestrænu stórveldum. Þar otar hver sínum v________________________________________________________________________________J DAGRENNING 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.